Hér bloggar Berglind of Wales

mánudagur, október 04, 2004

Vá hvað þessi helgi er búin að vera fljót að líða og ég ekki búin að læra neitt. Ætlaði að vera svo dugleg að læra en nei það klikkaði eitthvað.

Helgin var samt svo róleg. Fór til Herdísar á föstudaginn að horfa á Idol.

Á laugadaginn fór ég í göngutúr og var í verslunum nánast allan daginn. Fyndið hvað maður getur orðið þreyttur á því að þvælast í búðum. Um kvöldið horfði ég svo á eina leiðinlegustu mynd sem ég hef á ævinni séð. Stelpurnar tóku hana bara því að einn sætur leikari var í henni. Og hann sagði svona c.a. þrjár setningar í allri myndinni. Þetta var einhver balletmynd og það var allaf verið að sýna einhver ballet atriði. Og svo tók ekkert betra við, þegar næsta mynd var sett í. Veit ekki alveg um hvað sú mynd var því að ég steinsofnaði yfir henni :)

Á sunnudaginn var svo farið að skúra ( ég er farin að venja mig á að skúra á seinasta degi, ekki gott mál) og þaðan var farið í spinning. Og núna er mér illt í rassinum, ef þið vilduð fá að vita það :) Svo héldu búðarferðirnar áfram í gær dag. Og allt það sem ég ætlaði að kaupa mér var ekki til. Hvernig stendur á þessu, loksins þegar ég er búin að ákveða mig í að eyða þá er bara ekkert til!!! Fór svo á myndina Brennibolti (ætla ekki að reyna að skrifa þetta á ensku) í gær og hún er bara frekar fyndin. Reyndar var eitthvað fólk að reyna að stela sætunum okkar en Hildur og Ragnheiður redduðu því. Svo þegar þær voru búnar að redda því þá kom ég og settist í sætið mitt :)

Núna er ég bara að bíða eftir Sveinbjörgu því að við ætlum að reyna að gera eitthvað í þessu blessaða lokaverkefni okkar. En ég skemmti mér bara á meðan að hlusta á Heiðu Björg frænku syngja jólalög með geisladisknum sem amma hennar og afi gáfu henni í gær. Er nefnilega að passa hana. Mjög skemmtilegt, það er aldrei of snemmt að byrja að syngja jólalög :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home