Hér bloggar Berglind of Wales

sunnudagur, október 10, 2004

Ein helgin á enda. Ég lærði nú samt meira þessa helgin en hina þannig að ég get verið nokkuð sátt við það :)
Það heppnaðist vel að fara með litlu frænku á leikinn, henni fannst bara gaman. En við sáum svo sem ekki mikið af honum. Þeir unnu og það var aðalmálið.
Eftir handboltaleikinn voru teknar spólur og keyptur ís. Já við byrjuðum að horfa á Öskubusku 2 og þegar ég ætlaði svo að horfa á spóluna sem ég valdi þá steinsofnaði ég.

Laugardagurinn fór í það að lesa 2 kafla í einni bók og það tók nú næstum allan daginn svo fór maður bara snemma að sofa þar sem maður var alveg eftir sig að hafa náða að lesa svona mikið :)

Svo í dag er ég búin að fara að skúra, fara í rpm og lesa smá. Svo ákvað ég að horfa á myndina Cold Mountain með honum Jude Law ( hljómar eins og ég hafi verið að horfa á myndina með honum, það hefði ekki verið svo slæmt :)). Mjög góð mynd en mér fannst hún ekkert smá löng. Og reyndar var frekar mikið af blóði í þessari mynd :s En ég væri nú ekkert á móti því að hafa eitt stykki Jude Law sem myndi bíða mín heima á hverjum degi. Þá væri lífið aldrei amalegt ;)
Skaust svo áðan til Berglindar og Atla að fá smá álit á könnunn sem ég er að fara að framkvæma.

Heyrðu já svo er mar bara í hættu hérna í hverfinu, bara brjálaðar spendýraætur á vappi. Það er náttúrulega ekki nógu gott :/

Vííí svo má ég ná í miðana mína á myndina White Chicks á morgun. Vann miða á þessa mynd án þess að hafa tekið þátt í einhverjum leik. Það er alltaf jafn gaman að vinna svona án þess að hafa þurft að ómaka sig. Ekki það að það gerist eitthvað oft eða jafnvel einhvern tíma enn....
Já svolítið fyndið við þessa mynd þegar það var byrjað að auglýsa hana þá heyrði ég alltaf í útvarpinu í bílnum mínum að myndin héti White Shit og ég var alveg yfir mig hneyksluð að einhver skuli nefna bíómynd þessu nafni. En Hildur leiðrétti þetta. Það er greinilega ekki nóg að ég sé hálf blind ég er hálf heyrnalaus líka, uussss!!!

En jæja það er komin tími til þess að koma sér í háttinn.

ZZZZZZZZZZZZZZZZZZZ

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home