Hér bloggar Berglind of Wales

þriðjudagur, október 19, 2004

Helgin

Já það er bara strax kominn þriðjudagur, vá.
Fór á white chick á föstudaginn, hún var hin ágætis skemmtun en ég mæli bara með að fólk fari og sjái hana á spólu (DVD).
Tja á laugardaginn afrekaði ég að horfa á tvo handboltaleiki í sjónvarpinu :) Og ég var mjög sátt eftir seinni leikinn þar sem mínir menn unnu. Glæsilegt. Svo um kvöldið fór ég bara snemma að sofa eins og vanalega.
Á sunnudaginn átti pabbi svo afmæli, og ég, Berglind, fór í Kringluna og keypti mér glös sem sagt örugglega fyrsta skiptið sem ég hef keypt mér eitthvað sem ég get tekið með mér ef ég flyt einhver tíman að heiman. En þetta voru engin venjuleg glös, nei, nei, þetta voru svona kokteilglös sem ég er búin að skíra, Sex and the city glös :) Það versta er að ég kann ekki að búa til kokteil þannig að þau verða örugglega meira svona upp á punt :)
Já svo á sunnudaginn horfði ég að þáttinn með Mr. Trump og þar var ein gellan rekin því að hún hafi einu sinni átt að vera geðveik eða eitthvað svoleiðis. Ég sá ekki þann þátt en er hægt að reka manneskju því að hún fékk eitthvað stundarbrjálaði?? Mér fannst hann frekar ósanngjarn því að hann spurði allar hinar stelpurnar sem voru með henni í liði hvernig hún væri og þær voru allar sammála því að hún væri geðveik. Auðvitað segja þær það því að þær vildu allar losana við hana og engin af þeim vildi fara. Mér fannst þetta bara frekar ósanngjarnt.

Jæja þar er spurning um að fara að læra.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home