Kíkti í IKEA í gær með Sigurveigu og Heiðu Björgu, samt er ekki hægt að segja kíkja því að ég var þar inni örugglega í einn og hálfa tíma. Það er svo gaman að skoða þarna, kominn heill hellingur af jólaskrauti og maður getur ekki annað en skoðað það.
Í dag fór ég svo í skólann að vinna í einu hópaverkefni, ótrúlegt hvað verður lítið úr verki þegar margir eru saman í hóp. En þetta var fínt, skiptum bara niður á okkur verkum og svo ætlum við að hittast aftur á morgun, jibbí :S
Eftir skóla fór ég svo á leikinn ÍR - Val, maður bjóst alveg við mjög svo spennandi leik og maður fékk hann líka. En vá hvað ég varð pirruð þegar líða fór á seinnihluta leiksins, þá hefðu, að mínu mati, dómararnir bara getað verið í Valstreyju og dæmt leikinn þannig því að nánast ölla dómgæslan var Valsmönnum í hag. Svo fóru þeir alveg með það í endann þegar þeir dæmdu ruðning á eitthvað sem var svo augljóslega ekki ruðningur........ ÍR tapaði sem sagt :(
En svo er spurning hvort að maður farin eitthvað að læra í kvöld eða vakni bara snemma á morgun.
Ein pirruð eða kannski bara tapsár!!!!!!!!