Hér bloggar Berglind of Wales

föstudagur, júlí 09, 2004

Ég vildi stundum óska þess að ég væri svakalega góð á tölvur og kynni að leita að flottum síðum. Því á dögum sem þessum þegar ég er ein í vinnunni, ekki einu sinni krakkarnir í útivinnunni þá getur tíminn verið svolítið lengi að líða.
Ég er sem sagt búin að þræða öll blogg sem ég les alltaf og enginn er búinn að blogga.

En það er svo gott veður í dag þannig að ég er að pæla að skella mér út á svalir á meðan það er enginn gestur.

Þar sem ég þarf alltaf að keyra í c.a. 40 mínútur þegar ég fer heim á daginn þá gefst mikill tími til að hugsa á leiðinni, eiginlega aðeins of mikill tími. Þá var ég að velta því fyrir mér í gær hvað það er eitthvað svo heimskulegt eða asnalegt þegar maður er t.d. að tala á msn og einhver segir manni eitthvað fyndið, þá situr maður fyrir framan tölvunna skellihlæjandi og er kannski alveg einn. Svo um daginn var ég að taka niður fánanna og ég missti annað bandið, frábært!!! Og ég fór eitthvað að hoppa og reyna að ná því en það kom alltaf vindkviða og það fauk upp í loftið. Og mér fannst þetta svo ógeðslega fyndið að ég hló og hló yfir því hvað þetta væri fyndið og hvað það væri örugglega fyndið að sjá mig, eina, nánast upp í sveit að hoppa til að ná einhverju fánabandi. Já svona getur maður verið að hugsa um þegar maður er orðinn svona einhverfur ;)

Já ég fór í Kringluna áðan í leit að afmælisgjöf (þessar búðarferðir finnst mér ekki skemmtilegar þar sem ég er svo hugmyndasnauð) og ég endaði á því að kaupa mér jakka og bol og hvorugt var á útsölu. En ég fann afmælisgjöf, sem betur fer :) Skil ekki með mig og þessar útsölur ég enda alltaf þar sem stendur; Nýjar vörur.

Spiderman var fín í gær en ég hugsa að það hefði verið miklu skemmtilegra að sjá hana í bíó. En kannski að maður fari á Spiderman 2 í kvöld, you never know!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home