Hér bloggar Berglind of Wales

sunnudagur, júlí 25, 2004

Dirty Dancing stendur ennþá fyrir sínu!!  :) 
Ég og Berglind horfðum á hana á föstudaginn og borðuðum nammi, umm nammi, namm!!!  Þegar maður horfir á hana þá fer maður alltaf að hugsa (eða við skulum bara hafa þetta þá fer ég að hugsa ) afhverju var ég að hætta í dansi og byrja í handbolta????  Sko hefði ég ekki hætt í dansi þá gæti ég kannski bara tekið "lyftun" sem var í myndinni en í staðinn er ég orðin algjör klunni með ekkert jafnvægisskyn (trúi því sko ennþá að fólk sem stundar boltaíþróttir séu ekki með neitt jafnvægisskyn). 

Ég og bílar eigum ekki saman.  Ég var að vinna í gær og svo ég sauðurinn gleymdi að taka bensín áður en ég lagði af stað í vinnuna og þar sem ég fer Nesjavallarleiðina þá er engin bensínstöð á leiðinni þá var ákveðið að fara á Selfoss eftir vinnu og fá sér bensín.  Allt í lagi með það, við tókum bensín og svo þegar við vorum að koma í bæinn, vorum nánar til tekið á hringtorginu hjá Rauðarvatni þá bara allt í einu; púff, púff og bæng, bæng.  Jamm held að þetta hafi komið úr bílnum mínu.  Mér var sko ekki sama en ég hélt áfram og þá kom smá púff, púff aftur og þá keyrði ég út í kannt og ætlaði út. Og Auður frænka sem var með mér í bílnum, sagði ætlar þú út, og ég já ( þó svo að ég hefði sennilega ekki séð neinn mun á bílnum, veit ekkert um bíla).  Þá ákvað hún að fara með mér út og kanna málið ef að bíllinn myndi kannski springa.  Það var mjög svo hugheystandi að heyra þetta þar sem enn var smá spölur eftir heim ;)  En það gekk allt áfallalaust það sem eftir var heimferðar en ég sat samt mjög stíf við stýrið og var tilbúin að stökkva út.   Þessi hljóð voru sennilega út ef því að það var ekki alveg rétt bensínblanda á bílnum.  En það er sko ekki mér að kenna ef svo er því að ég fyllt ekki á bílinn.

Kíkti í bæinn bara bílandi í gær og það var rosaleg mikið af fólki í bænum fannst mér, sko bara á götum úti.  Svo er ég búin að komast að því að ég endist greinilega lengur á djamminu ef ég er alveg edrú.

Jæja ætla bráðum að fara að koma mér heim og ég vona bara að bíllinn fari ekki að bila núna :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home