Hér bloggar Berglind of Wales

fimmtudagur, júlí 15, 2004

Gleymdi víst að segja frá helginni!!!!!!!!!!!
 
Fór á Spiderman á föstudaginn og skemmti mér bara vel yfir þeirri mynd.  Miklu skemmtilegra að sjá svona myndir í bíó heldur en í sjónvarpinu heima hjá sér.
 
Svo var ég bara að vinna um helgina og þar var alveg brjálaði að gera, því það var formleg opnun á sýningu Kjartans og það var sko margt um manninn og við buðum uppá snyttur (þó svo að það voru ekki alveg allir að fíla þessar snyttur ;) ) og kampavín. Þannig að þar voru bara flott heit og svo á sunnudaginn þá komu línudansarar ( þegar mér var sagt að það kæmu línudansarar þá hugsaði ég alltaf um fólk sem væri á línuskautum og að dansa, sem sagt línuskautsdansarar, ég hugsa eitthvað voða mikið um línuskauta þessa dagana.).
 
En á laugardagskvöldið fór ég í tvítugs afmæli til hennar Hönnu Báru og svo var farið í bæinn. Þar var ágætt.
 
Já ég er komin í helgarfrí, jibbí!!! Alveg yndislegt og ætla að reyna að nota helgina í eitthvað skemmtilegt.
 
Svo er planið að fara að djamma á laugardaginn með allavega Herdísi og Berglindi og mig langar að gera eitthvað sniðugt um daginn eða bara eitthvað sniðugt um kvöldið en veit ekki hvað það gæti verið.  Þannig að ef ykkur dettur eitthvað sniðugt í hug endilega commentið á það. Allar uppástungur vel þegnar :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home