Hér bloggar Berglind of Wales

miðvikudagur, júlí 21, 2004

Ótrúlegt hvað vikan flýgur áfram, það er kominn miðvikudagur strax!!!!
En helgin var alveg æðisleg.  Á föstudaginn fór ég á Laugarveginn með Berglindi og Herdísi, við fengum okkur að borða úti í sólinni á beygluhúsinu (er ekki alveg viss um að það heitir það en við borðuðum allavega beyglu ;) ). Svo Löbbuðum við niður í bæ og fengum okkur ís en þá var tími kominn á það að Berglind þurfti aftur í vinnuna og við keyrðum hana þanngað. En þar sem það var svo gott veður þá tímdi ég ekki að fara inn í Smáralindina þannig að ég og Herdís fórum aftur á Laugarveginn og kíktum í búðir og við gátum eitt einhverjum peningum þar.
Svo um kvöldið var ég gjörsamlega búin í fótunum, ekki vöna að ganga svona mikið.  Fór á Shrek 2. Sú mynd er alveg frábær, það er sko langt síðan að ég hló svona mikið í bíó.

Á laugardaginn var ég að mestu í sólbaði en ákvað að kíkja í Smáralindina því að mig langaði að kaupa mér línuskauta. En nei ég kom heim með eitthvað allt annað en þá.  Svo var grillað heima hjá Berglindi og Atla, og ég, Herdís og Berglind fórum á djammið um kvöldið.  Það var mjög gaman.

Svo var sunnudagurinn tekinn í sólbað (maður verður nú að nýta sólina með hún er og meðan maður er í fríi).  Svo um kvöldið var farið á Hárið.  Þetta var rosalega flott sýning, og mæli með henni. Verð að segja að þessi sýning sé betri en Fame.

En á mánudaginn keypti ég mér loksins línuskauta og er alveg hræðilega léleg á þeim en æfingin skapar meistarann, er það ekki????? 

Svo í gær pantaði ég mér miða til Danmerkur og fer með mömmu og Hrund 18. ágúst og kem heim 22.  Núna er ég bara að bíða eftir því hvort að hægt sé að redda mér hótelgistinu með þeim þar sem það er svolítið síðan að þær pöntuðu sér far og herbergi.

En ætla núna að fara að hafa mig til fyrir vinnuna, og já ef ég væri ennþá að vinna í útivinnunni þá væri ég að fara á hestbak í dag. Demmm.....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home