Hér bloggar Berglind of Wales

föstudagur, júlí 23, 2004

Já, já ég er sem sagt bara eitthvað eitur. Alltaf jafn gaman að vita það.
Ég fór í eitthvað svona próf þar sem maður er að kanna það sem fólk ætti að varst við mann en þar sem að linkurinn var eitthvað bilaður þá ákvað ég bara að skrifa þetta hérna;
Berglind is poisonous! Induce vomitting if ingested.
Þannig að fólk; passið ykkur á mér.

Það er byrjað að rigna og ég veit alveg út afhverju það er. Jújú það er mér að kenna, ég var búin að ákveða að fara í golf eftir vinnu í dag eða á morgun eða hinn en ég býst alveg við því að það verði rigning alla helgina.  Það er örugglega bara verið að passa að ég fara ekki út á völlinn og skemmi hann eða þá ég slasa þá sem munu koma með mér í golf.  Þetta er eitthvað svona hint.

Ég er ein í vinnunni í dag og þá getur tíminn verið svolítið lengi að líða.  Er til dæmis búin að skoða flestar ef ekki bara allar þær síður sem ég skoða á hverjum degi og klukkan er rétt yfir tvö og ég er að vinna til fimm, og ég fór ekki í tölvuna fyrr en rétt yfir eitt.  Ég þarf bara að finna mér eitthvað til þess að drepa tímann.

Já svo er það bara kósí í kvöld. Ég, Berglind og kannski Herdís ætlum að horfa á eina gamla, góða og klassíska mynd, Dirty dancing.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home