Hér bloggar Berglind of Wales

miðvikudagur, júlí 07, 2004

Uhuhuuuu var búin að skrifa smá texta og þá bara púffs, allt farið. Það var rekist í innstungu og hún er svo léleg að tölvan dó.

Þannig að ég segir bara; á laugardaginn fór ég í Borganes og kíkti svo í sveitina rétt fyrir utan Borganes. Fór svo að djamma um kvöldið með Svövu, Hildi systur og Hildi P. Við byrjuðum á því að éta yfir okkur á American style og svo fórum við heim til Hildar P og enduðum á Hverfis :)

Svo var sunnudagurinn tekinn í leti og að vera bílstjóri fyrir Hildi og Ragnheiði þegar þær fóru og komu af Metalica tónleikunum.

Svo var líka verið að opna Krónubúð rétt heima hjá mér á föstudaginn og þvílíka og slíka geðveiki sem var þar. Veit ekki hvort að fólk hafi ekki verið að fatta að það eru til alveg nokkrar svona Krónubúðir á höfuðborgarsvæðinu.

Seinna.....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home