Hér bloggar Berglind of Wales

sunnudagur, febrúar 29, 2004

Ég varð ekki eins duglega að læra eins og ég ætlaði mér þessa helgi. Ég var sko með lestrar plan en svo fór ég bara að gera eitthvað allt annað en ég ætlaði mér að gera.

Á föstudaginn borðaði ég, Helga og Berglind saman heima hjá Berglind og þær elduðu á meðan ég var í ræktinni. Ég alltaf jafn mikil húsmóðir. En já við borðuðum fyrir okkur af rosalega góðum mexikóskum mat, ummmmmm. Svo var kókosbolluís eftirréttur og hann var ennþá betri. Ég bókstaflega át yfir mig af honum. Þar sem ég er ekki með popptíví og veit ekkert um þættina á þeirri rás þá sá ég einhvern þátt í fyrsta skiptið hjá Berglindi sem heitir að ég held 100 og einn eða eitthvað svoleiðis. Þvílíkt rugl en ég horfði samt :)

Svo ætlaði ég að byrja laugardaginn snemma og fara að lesa, en nei ég skellti mér frekar í Smáralindina og Kringluna því að ég þurfti að fara þangað. Varð að kaupa afmælisgjöf handa Benedikt. En svo bara var ákveðið að fara að djamma. Auður vinkona hringdi í mig og ég ákvað að skella mér með henni á djammið sem var bara mjög fínt.

Og útaf því ég fór á djammið í gær þá er dagurinn í dag ekki búinn að nýtast eins og vel og hann átti. Svo er ég bara að fara í afmæli til hans Benna litla í dag en hann verður 2 ára á morgun.

miðvikudagur, febrúar 25, 2004

Hjúkket ég rétt slapp lifandi áðan, hehe. Var sem sagt í bíl með Hrund litlu systur áðan þar sem hún var að keyra. Pæjan rétt orðin 16 (reyndar síðan í nóvember) og er að keyra. Mér var ekki alveg sama að ég þurft að sitja með henni í bíl og láta Hildi vera "eftirlitsmanneskjuna" frekar skrýtið. Mér leið eiginlega svona eins og í Nágrönnum þar sem alltaf einhver úr götunni kennir hinum að keyra. En já Hrund kom með okkur systrum að skúra því að hana langaði að æfa sig að keyra. Bílferðin gekk, þótt ótrúlegt megi virðast, bara óhappalaust fyrir sig. Fyrir utan það atvik sem átti sér stað þegar við vorum búnar að leggja og Hrund ætlaði að taka æfingarskstursmerkið af og hafi ekki séð mig taka það af og henda því inní bíl. Henni brá svo mikið við það að sjá að það væri horfið (og ég leyfði henni alveg að vera í smá sjokki, hehe) að hún gekk bara frá bílnum (þegar ég var búin að segja henni að ég hafði tekið það) eins og hún ætlaði inn að fara að skúra og bara gleymdi að taka lyklana úr bílnum og læsa. En það reddaðist við vorum ekki farnar langt frá bílnum þegar ég benti henni á þetta. Pant ekki lána henni bílinn min þar sem hún myndi bara skilja bíllyklana eftir og hafa bílinn opinn svo að allir gætu stolið honum. Nei, nei hún verður bara ágætis ökumaður.

Og loksins vinnur einhver sem ég er búin að halda með allan þáttin í þessum raunveruleika-keppnum. Jamm hún Adriann vann í americans next top model.

Einn nokkuð góður!!

Einu sinni lenti kvenkyns heilasella á einhvern furðulegan hátt og af einhverjum furðulegum ástæðum og eftir röð furðulegra tilviljana og mistaka í því að fara inn í höfuð karlmanns. Hún synti aðeins um svæðið og litaðist taugaóstyrk um en þarna var ekki nokkur hræða. Allt var tómt og kyrrðin var þrúgandi. "Halló?" kallaði heilasellan..... en ekkert svar barst. "Er einhver hérna?" kallaði hún en enn heyrðist ekkert svar. Nú fór hún að verða hrædd og kallaði hærra og hærra, en aldrei barst neitt svar. Nú var kvenkyns heilasellan orðin logandi hrædd svo hún gargaði af öllum lífs og sálar kröftum: "Halló! Er einhver hérna?" Þá heyrði hún rödd berast langt að: "Halló! Við erum allir hérna niðri."

þriðjudagur, febrúar 24, 2004

Hún Heiða Rós Jónasdóttir, mamma mín, á afmæli í dag. Til hamingju með afmælið mamma mín :)

mánudagur, febrúar 23, 2004

Maður er bara hress eftir djammið á laugardaginn. Dagurinn í gær var reyndar frekar erfiður þar sem ég var mætt upp í skóla klukkan 12 rosalega fersk að vanda og var þar til klukkan 18.00. En þá var líðann ekki orðinn svo góður.

En bolla, bolla...................

fimmtudagur, febrúar 19, 2004

Ohhhh, núna er ég alveg brjáluð. Var sem sagt að horfa á Ryans og Tristu brúðkaup og hvað haldið þið að ég hafi séð. Jú, jú bara hann Bob með konunni sem hann valdi og sá þáttur ekki byrjaður hér. Skjár einn getur núna alveg sleppt því að sýna hann hérna. Mig langaði ekkert að vita hver myndi vinna. Það er ekkert spennandi við það. Og Bob sem var uppáhaldið mitt. Það hefði nú ekki verið það erfitt að klippa bara atriðið með þeim út en nei, Skjár einn var greinilega ekki að fatta neitt.

Jæja nú ætla ég að fara að sofa, mjög pirruð :(

Í gær varð ég fyrir vonbrigðum, ég var búin að koma mér vel fyrir framan sjónvarpið og ætlaði að fara að horfa á americans next topmodel og fara að læra en nei, nei þá var bara verið að sýna úr gömlum þáttum. Ég var sko ekki sátt. Þessir þættir eru voðalega sniðugir ég er búin að læra mikið af þeim. T.d. hvernig maður á að ganga á sýningarpalli ( það mun sko koma sér vel fyrir mig að vita það :)), leika, mála sig og hvernig maður á að sitja fyrir nakinn ;). Mér finnst svo leiðinlegt þegar verið er að endursýna þætti, ég meina þeir eru bara óheppnir sem eru ekki búnir að fylgjast með þeim.

Skólinn er alveg að gera með gráhærða núna. Var að fá verkefni núna í dag sem á að skila næsta miðvikudag og svo fæ ég sennilega annað á morgun sem á að skila eftir viku. Svo er ég að vinna í einu verkefni og þarf að byrja á öðru í sama faginu því að ég að vera búin að skila þeim báðum þann 29. feb. Þannig að það eru bjartir dagar framunda.

Þó að ég þurfi að mæta í skólann um helgina þá er ég búin að segja að ég geti ekki mætt fyrr en um 12 á sunnudaginn því að ég SKAL fara að djamma á laugardaginn. Vona bara að ég komist klukkan 12.

Það er hræðilegt hvað ég er húkkt á þessum þáttum í sjónvarpinu. Er að fara að horfa á Trista and Rayn brúðkaup. Þó svo að ég þoli ekki hana Tristu og á alveg bágt með að horfa á hana þá horfi ég nú samt á þessa þætti. Hún breytir alltaf röddinni sinn og fer alltaf að hlæja þegar hún er búin að segja eitthvað sem er ekki einu sinni fyndið. Eins og t.d: I love you ( með svona barnalegri/væminni rödd) og svo hehehehehehehe. Frekar falst allt saman en ég horfi samt.

Hafið þið samt pælt í orðinu brúðkaup. Hef ekkert pælt svo mikið í því fyrr en bekkjasystir mín var að tala um það um daginn. Finnst það hafa frekar mikið gamaldags merkingu. Það er spurning hvort að maður vilji eitthvað hafa brúðkaup. Þá væri einhver að kaupa mann. Brúð - kaup = kaup á brúður. Ég segi þetta bara því ég er eitthvað bitur :) Nei, nei, hver vill ekki gifta sig!!!!

Jæja ég er farin að horfa á brúðkaup T og R og fá hugmyndir fyrir mitt brúðkaup :)

þriðjudagur, febrúar 17, 2004

Helgin!!!

Þessir helgi var líka bara voðalega róleg. Gerði svo sem ekki neitt.

Á föstudaginn fór ég í mat til Hildar og Heiðu Bjargar þar sem Hildur var að passa Heiðu björg. Og svo kíkti ég til hennar Helgu vinkonu. Fór svo snemma að sofa og vaknaði "eldhress" og skellti mér í ræktina. Mikið rosalega var ég eitthvað þreytt ég hélt að ég gæti ekki hreyft á mér rassgatið þegar ég var komin niðureftir í Sporthúsið. Svo kíkti ég í Smáralindina til að sjá hvað nýtt væri komið en þar sem ég átti ekki neinn pening þá var bara ekkert gaman að vera að skoða :(

Þegar ég var búin að kaupa mér nammi í nammilandi þá var farið á handboltaleik, ÍR - KA, og auðvitað unnu mínir menn en það var ekki svo auðvelt hjá þeim en ég viss um að þeir gerðu þetta svona til þess að hafa leikinn meira spennandi :)
Um kvöldið beilaði ég á djamminu ( það var svo vont veður) og var bara heima að horfa á EKKI NEITT í sjónvarpinu. Hvernig er þetta?? Alltaf þegar ég er heima að gera ákkúrat ekki neitt þá er ekki neitt í sjónvarpinu. En ég náði að horfa á mynd sem ég hef aldrei þorða að horfa á og það er myndin The Birds og hún er ekki nema um 40 ára og ég var fyrst að þora að horfa á hana núna og ég skil bara ekki afhverju mér fannst hún eitthvað ógeðsleg.

Þannig að ég komst að niðurstöðu, þar sem ég er algjör gunga að horfa á drauga- og svona ógeðslegar myndir þá horfi ég bara á þær svona c.a. 30 árum seinna :)

Svo var sunnudagurinn bara tekinn í leti og svo um kvöldið var farið upp í skóla að vinna verkefni.

En núna þarf ég að fara að skipta yfir í ensku og gera annað verkefni.

See ja!!!!

fimmtudagur, febrúar 12, 2004

Ég skellti mér eins og svo oft áður í Sporthúsið eftir vinnu í gær. Vitið þið hvað ég held að það sé verið að reyna að losna við mig þaðan. Ég var nebla að lyfta í gær og var með Hildi og Ragnheiði og við tölum svolítið mikið þegar við erum að lyfta. En allavega þá erum við með svona prógram þar sem við lyftum 18 sinnum létt, 15 aðeins þyngra og 12 sinnum þungt. Ég var sem sagt að lyfta með einhverjum kaðli og var að tala um leið og ég var að lyfta því að ég var svo sem ekkert að reyna á mig þar sem ég var bara á fyrstu umferðinni og því var það ekkert þungt. En svo kemur allt í einu þessi einkaþjálfari og segir við mig:

Hann: Hvað er þetta á ekkert að reyna á sig, ha?? Er þetta bara skemmtun hjá þér?
Ég: Varð eins og kúkur í framan og hafði ekkert að segja nema he….he…. og gaf honum sennilega eitthvað lúkk.
Hann: Sástu mig ekki áðan þegar ég var að lyfta?? Maður verður að gretta sig í framan og reyna á sig. Ég gerði það áðan.
Ég: Þú varst bara að plata. (sagði þetta því að ég vissi ekkert hvað ég átti að segja og var ennþá eins og kúkur í framan en samt hlæjandi )

Þá koma hann með þessa fleygu setningu:

Hann: If you can´t make it, then fake it!!!! ( svo fór hann bara)
Ég: Hló mig máttlausa.

Þetta var nú frekar fyndið eða það fannst mér allavega. En kannski var þetta bara svona you had to be there!!!!

Svo ekki nóg með afskiptasemina í þessum einkaþjálfara þá kom annar maður sem er oft að sveimast í kringum okkur því að hann er svona tækjakennari. Hann kemur og segir við mig og Hildi þið haldið hafði mjög svo mismunandi aðferð við að halda í kaðalinn. Hann benti á mig og sagði þú heldur svona: Sem sagt held frekar lítið í hann, bara með þumlinum og vísifingri ( finnst þessi kaðall frekar ógeðslegur). Ég var að velta því fyrir mér hvort að þú vildir ekki bara nota tangir við það að halda í hann því þá þyrftir þú ekki að koma við hann!!!!!

Og þetta er ekki í fyrsta skiptið sem einhver er að stríða mér þarna í Sporthúsinu, veit ekki hvort að það standi á mér að ég sé einhver auli sem kann ekki að lyfta, en hver veit.
Ég læt þetta samt ekkert á mig fá, verð bara að hætta að vera pempía og muna að gretta mig þegar ég lyfti, sama hversu létt það er :)

þriðjudagur, febrúar 10, 2004

Planið breytist aðeins á sunnudaginn, ætluðum bara að taka spólu en ákváðum að fara í bíó. Eftir erfiða ákvöruðunartöku var ákveðið að fara á myndina BIG FISH, ( við þurftum að draga um það á hvaða mynd við ætluðum ) hún er mjög fín. Þessi mynd er samt svolítið öðruvísi en flestar myndir, rosalega falleg og mjög róleg þannig að ég mæli eindregið með þessari mynd ef þið eruð í rólegum fíling. Það var líka besta lausnin að fara á þessa mynd þar sem hún er sýnd í Smárabíó og við fórum fyrst að borð og fengum við okkur ljúffenga máltíð á Pizza Hut.

Svo er skólavikan komin á fullt skrið og hópverkefnin hellast yfir okkur eina ferðina enn. Ekki alveg mitt uppáhald þar sem ég er svolítið mikið fyrir það að vilja bara fara heim strax eftir tíma. En maður verður víst bara að vinna þau og hætta að kvarta :(
Svo í dag þá fór ég í skólann og þegar ég var að fara að taka upp tölvuna mína þá fattaði ég það að ég hafði gleymt hleðslutækinu mínu heima, jibbí, þannig að ég þurfti að fylgjast með allan tímann!!!! Skil ekki hvernig ég fer alltaf að því að gleyma því heima.

Svo vorum mínir menn ekki að standa sig í leiknum á sunnudaginn. Ekki sátt við þá, var alveg búin að ákveð það að þeir myndu vinna en svo varð ekki. Þeir verða bara að standa sig betur næst.

sunnudagur, febrúar 08, 2004

Ég var að reyna að taka eitthvað til á síðunni minni og það gekk ekkert alltof vel. En ég sem sagt setti nýja linka inn og henti þeim út sem hafa ekki verið duglegir að blogga eða eru einfaldlega bara hættir. Ég var búin að finna svona nýtt shout out því það gamla var ekki að virka en svo fór það ekki á rétta staðinn fyrst og virðist bara horfið núna. Skil ekki alveg!!!!

Maður finnur sér alltaf eitthvað annað að gera það maður á að vera að læra eins og ég á einmitt að vera að gera núna. Því að ég er að fara að horfa á videó með stelpunum í kvöld og við ætlum líka að borða saman. Þannig að ég verð að fara að drul.... mér að læra núna.

Adios!!!!

laugardagur, febrúar 07, 2004

Skellti mér í vísindaferðina í gær, en var á bíl. Þetta var alveg hin ágætis vísindaferð. Eimskip veitti vel og voru bara allir ánægðir. Við fórum í rútu á milli staða til að skoða til dæmis varning sem kemur og fer í frystir hjá þeim. Fyrst vorum við í einhverju rími þar sem vörubílarinir koma með vörurnar og fannst okkur nú nógu askóti kalt þar. En svo eftir smá tíma sagði hann: núna ætla ég að sýna ykkur frystigeymsluna og þar fórum við inn!!!! Það var ekkert kalt þar inni, nei, nei ég var bara nýbúin að segja að það ætti að vera svo kalt um kvöldið c.a. -10 gráður að ég nennti ekki að fara í bæinn en þarna inni var EKKI NEMA -25 gráður!!!! Birrrrrrrr.

Ég fór svo bara heim og horfði á imbann. Sá svo einhverja vanpíru mynd með Tom Cruse og Brad Pitt, ekki slæmt að fá að leika með þeim tveim í mynd. En hún var ekki það góð því ég náði að steinsofan yfir henni :) Ég veit það Guðný maður á ekki að geta sofna yfir Brad Pitt myndum en ég var bara svo þreytt!!! :)

Svo verður þetta kvöld líka tekið með rólegheitum. Horfa á einhverjar DVD myndir og borða full af nammi.

fimmtudagur, febrúar 05, 2004

Var að koma úr bodycombat, ég verð nú að segja að mér finnst ekkert alltof gaman að fara ein í tíma en maður lætur sig nú hafa það. Það eru allir svo uppteknir nema ég greinilega.
Svo eftir tímann þá ákvað ég að skíða aðeins ( eitthvað svona skíðatæki ) og sá þá Pál Óskar vera að lyfta á fullu og ég get ekki sagt það að hann væri að meika það í þessum rauðu þröngu buxum sem hann var í. Mér finnst ekki flott að sjá kalla í þröngum eróbik buxum.

En svo er fyrsta vísindaferðin á morgun í Eimskip, er ekki ennþá viss hvort að ég muni fara. Ætla svona að melta það í kvöld. Loksins þegar maður getur farið í vísindaferð þá bara nennir maður því ekki. Hvurslags er þetta!!!!!!

Núna er ég stanslaust að hugsa um það hvar ég eigi eiginlega að vinna í sumar. Mér finnst nú tími til kominn að ég fari nú að hætta hjá Lalla frænda, allavega hvað varðar unglingavinnuna þar. En ég veit ekki, þetta er svo sem fín vinna og miklu betri en ekki nein.

Svo er það bara núna í kvöld að koma sér vel fyrir framan imbann og horfa á brúðkaupið hjá Tristu og Rayn. Finnst þetta frekar fáránlegt en ég horfi samt á þetta :)

mánudagur, febrúar 02, 2004

Ég sá þetta kort á einni síðu og finnst það frekar sniðugt. En ég komst að því að ég hef bara farið til 4% af löndum í heiminum, ekki nógu gott og því þarf ég að fara að ferðast meira.


create your own visited country map
or write about it on the open travel guide

sunnudagur, febrúar 01, 2004

Helgin að verða búin og þá tekur bara enn ein skólavikan við!!

Ég ákvað að skella mér í bæinn með Hildi og Ragnheiði í gær þar sem ég var að keyra Hildi og ætlaði að sækja hana þá gat ég eins bara verið á staðnum. Fórum sem sagt eins og vanalega á Hverfis og röðin þar var ekki að gera góða hluti eins og svo oft áður. En einhvern hluta vegna er maður það vitlaus að fara alltaf aftur í röðina og bíða og bíða.
En í röðinni í gær var einhver gella endalaust að tuða um það að hún ætti nú að fara inn á undan okkur og þegar ég reyndi að segja henni það að við hefðum nú verið á undan henni þá var hún ekki að hlusta á mig, og án þess að fatta það þá bara bankaði ég svona létt í hausinn ( eiginlega bara svona á ennið ) á henni og fékk þar með athygli hennar og gat ég sagt henni það rétta. En Ragnheiði fannst þetta eitthvað fyndið og ég er samt ekki ennþá að átta mig á því hvað ég var að pæla að banka í hausinn á henni, þetta voru bara ósjálfráð viðbrögð. Þannig að ég vara ykkur við því ef þið eruð ekki að hlusta á mig þegar ég veit að ég hef rétt fyrir mér þá eigið þið vona á því að fá bank í hausinn ;)
En þegar inn var komið þá var bara voða fínt. Hitti nokkur góð handboltaandlit.

Ég tók líka eftir einu í gær að þegar fólk er orðið viss mikið drukkið þá fer það að segja manni sama hlutinn svona 10 sinnun yfir kvöldið, fannst það frekar fyndið en ég efast ekki um það að ég sé líka svoleiðis þegar ég er komin smá í glas!!!

En dagurinn í dag er búinn að vera roslega góður!!!! Fór í skólann klukkan 15.00 og var þar til að verða 20.00. Var að vinna í 2 verkefnum og ég veit ekki um betri leið til að eyða sunnundegi en upp í skóla að vinna verkefni :)