Hér bloggar Berglind of Wales

laugardagur, febrúar 07, 2004

Skellti mér í vísindaferðina í gær, en var á bíl. Þetta var alveg hin ágætis vísindaferð. Eimskip veitti vel og voru bara allir ánægðir. Við fórum í rútu á milli staða til að skoða til dæmis varning sem kemur og fer í frystir hjá þeim. Fyrst vorum við í einhverju rími þar sem vörubílarinir koma með vörurnar og fannst okkur nú nógu askóti kalt þar. En svo eftir smá tíma sagði hann: núna ætla ég að sýna ykkur frystigeymsluna og þar fórum við inn!!!! Það var ekkert kalt þar inni, nei, nei ég var bara nýbúin að segja að það ætti að vera svo kalt um kvöldið c.a. -10 gráður að ég nennti ekki að fara í bæinn en þarna inni var EKKI NEMA -25 gráður!!!! Birrrrrrrr.

Ég fór svo bara heim og horfði á imbann. Sá svo einhverja vanpíru mynd með Tom Cruse og Brad Pitt, ekki slæmt að fá að leika með þeim tveim í mynd. En hún var ekki það góð því ég náði að steinsofan yfir henni :) Ég veit það Guðný maður á ekki að geta sofna yfir Brad Pitt myndum en ég var bara svo þreytt!!! :)

Svo verður þetta kvöld líka tekið með rólegheitum. Horfa á einhverjar DVD myndir og borða full af nammi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home