Helgin að verða búin og þá tekur bara enn ein skólavikan við!!
Ég ákvað að skella mér í bæinn með Hildi og Ragnheiði í gær þar sem ég var að keyra Hildi og ætlaði að sækja hana þá gat ég eins bara verið á staðnum. Fórum sem sagt eins og vanalega á Hverfis og röðin þar var ekki að gera góða hluti eins og svo oft áður. En einhvern hluta vegna er maður það vitlaus að fara alltaf aftur í röðina og bíða og bíða.
En í röðinni í gær var einhver gella endalaust að tuða um það að hún ætti nú að fara inn á undan okkur og þegar ég reyndi að segja henni það að við hefðum nú verið á undan henni þá var hún ekki að hlusta á mig, og án þess að fatta það þá bara bankaði ég svona létt í hausinn ( eiginlega bara svona á ennið ) á henni og fékk þar með athygli hennar og gat ég sagt henni það rétta. En Ragnheiði fannst þetta eitthvað fyndið og ég er samt ekki ennþá að átta mig á því hvað ég var að pæla að banka í hausinn á henni, þetta voru bara ósjálfráð viðbrögð. Þannig að ég vara ykkur við því ef þið eruð ekki að hlusta á mig þegar ég veit að ég hef rétt fyrir mér þá eigið þið vona á því að fá bank í hausinn ;)
En þegar inn var komið þá var bara voða fínt. Hitti nokkur góð handboltaandlit.
Ég tók líka eftir einu í gær að þegar fólk er orðið viss mikið drukkið þá fer það að segja manni sama hlutinn svona 10 sinnun yfir kvöldið, fannst það frekar fyndið en ég efast ekki um það að ég sé líka svoleiðis þegar ég er komin smá í glas!!!
En dagurinn í dag er búinn að vera roslega góður!!!! Fór í skólann klukkan 15.00 og var þar til að verða 20.00. Var að vinna í 2 verkefnum og ég veit ekki um betri leið til að eyða sunnundegi en upp í skóla að vinna verkefni :)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home