Hér bloggar Berglind of Wales

miðvikudagur, febrúar 25, 2004

Hjúkket ég rétt slapp lifandi áðan, hehe. Var sem sagt í bíl með Hrund litlu systur áðan þar sem hún var að keyra. Pæjan rétt orðin 16 (reyndar síðan í nóvember) og er að keyra. Mér var ekki alveg sama að ég þurft að sitja með henni í bíl og láta Hildi vera "eftirlitsmanneskjuna" frekar skrýtið. Mér leið eiginlega svona eins og í Nágrönnum þar sem alltaf einhver úr götunni kennir hinum að keyra. En já Hrund kom með okkur systrum að skúra því að hana langaði að æfa sig að keyra. Bílferðin gekk, þótt ótrúlegt megi virðast, bara óhappalaust fyrir sig. Fyrir utan það atvik sem átti sér stað þegar við vorum búnar að leggja og Hrund ætlaði að taka æfingarskstursmerkið af og hafi ekki séð mig taka það af og henda því inní bíl. Henni brá svo mikið við það að sjá að það væri horfið (og ég leyfði henni alveg að vera í smá sjokki, hehe) að hún gekk bara frá bílnum (þegar ég var búin að segja henni að ég hafði tekið það) eins og hún ætlaði inn að fara að skúra og bara gleymdi að taka lyklana úr bílnum og læsa. En það reddaðist við vorum ekki farnar langt frá bílnum þegar ég benti henni á þetta. Pant ekki lána henni bílinn min þar sem hún myndi bara skilja bíllyklana eftir og hafa bílinn opinn svo að allir gætu stolið honum. Nei, nei hún verður bara ágætis ökumaður.

Og loksins vinnur einhver sem ég er búin að halda með allan þáttin í þessum raunveruleika-keppnum. Jamm hún Adriann vann í americans next top model.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home