Ég skellti mér eins og svo oft áður í Sporthúsið eftir vinnu í gær. Vitið þið hvað ég held að það sé verið að reyna að losna við mig þaðan. Ég var nebla að lyfta í gær og var með Hildi og Ragnheiði og við tölum svolítið mikið þegar við erum að lyfta. En allavega þá erum við með svona prógram þar sem við lyftum 18 sinnum létt, 15 aðeins þyngra og 12 sinnum þungt. Ég var sem sagt að lyfta með einhverjum kaðli og var að tala um leið og ég var að lyfta því að ég var svo sem ekkert að reyna á mig þar sem ég var bara á fyrstu umferðinni og því var það ekkert þungt. En svo kemur allt í einu þessi einkaþjálfari og segir við mig:
Hann: Hvað er þetta á ekkert að reyna á sig, ha?? Er þetta bara skemmtun hjá þér?
Ég: Varð eins og kúkur í framan og hafði ekkert að segja nema he….he…. og gaf honum sennilega eitthvað lúkk.
Hann: Sástu mig ekki áðan þegar ég var að lyfta?? Maður verður að gretta sig í framan og reyna á sig. Ég gerði það áðan.
Ég: Þú varst bara að plata. (sagði þetta því að ég vissi ekkert hvað ég átti að segja og var ennþá eins og kúkur í framan en samt hlæjandi )
Þá koma hann með þessa fleygu setningu:
Hann:
Ég: Hló mig máttlausa.
Þetta var nú frekar fyndið eða það fannst mér allavega. En kannski var þetta bara svona you had to be there!!!!
Svo ekki nóg með afskiptasemina í þessum einkaþjálfara þá kom annar maður sem er oft að sveimast í kringum okkur því að hann er svona tækjakennari. Hann kemur og segir við mig og Hildi þið haldið hafði mjög svo mismunandi aðferð við að halda í kaðalinn. Hann benti á mig og sagði þú heldur svona: Sem sagt held frekar lítið í hann, bara með þumlinum og vísifingri ( finnst þessi kaðall frekar ógeðslegur). Ég var að velta því fyrir mér hvort að þú vildir ekki bara nota tangir við það að halda í hann því þá þyrftir þú ekki að koma við hann!!!!!
Og þetta er ekki í fyrsta skiptið sem einhver er að stríða mér þarna í Sporthúsinu, veit ekki hvort að það standi á mér að ég sé einhver auli sem kann ekki að lyfta, en hver veit.
Ég læt þetta samt ekkert á mig fá, verð bara að hætta að vera pempía og muna að gretta mig þegar ég lyfti, sama hversu létt það er :)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home