Hér bloggar Berglind of Wales

sunnudagur, febrúar 29, 2004

Ég varð ekki eins duglega að læra eins og ég ætlaði mér þessa helgi. Ég var sko með lestrar plan en svo fór ég bara að gera eitthvað allt annað en ég ætlaði mér að gera.

Á föstudaginn borðaði ég, Helga og Berglind saman heima hjá Berglind og þær elduðu á meðan ég var í ræktinni. Ég alltaf jafn mikil húsmóðir. En já við borðuðum fyrir okkur af rosalega góðum mexikóskum mat, ummmmmm. Svo var kókosbolluís eftirréttur og hann var ennþá betri. Ég bókstaflega át yfir mig af honum. Þar sem ég er ekki með popptíví og veit ekkert um þættina á þeirri rás þá sá ég einhvern þátt í fyrsta skiptið hjá Berglindi sem heitir að ég held 100 og einn eða eitthvað svoleiðis. Þvílíkt rugl en ég horfði samt :)

Svo ætlaði ég að byrja laugardaginn snemma og fara að lesa, en nei ég skellti mér frekar í Smáralindina og Kringluna því að ég þurfti að fara þangað. Varð að kaupa afmælisgjöf handa Benedikt. En svo bara var ákveðið að fara að djamma. Auður vinkona hringdi í mig og ég ákvað að skella mér með henni á djammið sem var bara mjög fínt.

Og útaf því ég fór á djammið í gær þá er dagurinn í dag ekki búinn að nýtast eins og vel og hann átti. Svo er ég bara að fara í afmæli til hans Benna litla í dag en hann verður 2 ára á morgun.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home