Hér bloggar Berglind of Wales

sunnudagur, júní 29, 2003

Föstudagurinn


Hann var alveg frábær. Fórum á stutta æfingu og svo var ferðinni heitið út að borða, við fengum klukkutíma til að hafa okkur til. Og það var met slegið, Berglind Hermannsdóttir hefur aldrei verið svona fljót að taka sig til, takk, takk!!! Man ekki alveg hvað staðurinn heitir en hann er á laugarveginum. Við fengum, súpu, kjöt og desert í boði þjálfarans. Mjög gott!!!!
Svo var farið í partý til hennar Eyglóar þar var bara hið fínasta stuð. Svo var stefnana tekin á Hverfisbarinn. Hann stóð fyrir sínu og var mikið fjör og mikið gaman. Svo þegar að við fórum til að fá okkur að borða þá voru mávarnir komnir og það þýðir víst bara eitt, að maður á að fara heim!!

Annars er bara ekkert að gerast, bara vinna og þar fær maður að reka kindur sem koma inn á Landsvirkjunar svæðið og mega sem sagt ekki vera þar. Ekki gaman það. Komst að því í vikunni þegar að ég þurfti að fara að reka kindurnar að ég er engin sveita stelpa. Það var bara sagt við mig stattu þarna og gríptu kindurnar þegar að þær reyna að fara framhjá þér. Einmitt, je ræt. Ég er ekki alveg þessi hetja. Stökk eiginlega bara í burtu :)

En núna bíður The Practice.

laugardagur, júní 21, 2003

Hver haldið þið að eigi afmæli í dag? Jú, jú enginn annar enn hann Willi prins. Hann ætlar að halda upp á það og hafa grímuball þar sem þemað er Afríka.
Er til flottari prins, ég bara spyr?

föstudagur, júní 20, 2003

Góða kvöldið!!!
Var áðan í svokölluðu Coppertesti sem var ekki eins leiðilegt og ég var búin að undirbúa mig fyrir. En það kom greinilega í ljós að ég þarf að púla miki, miki meira, púfff!!!!
Já hún Slauga mín í baunalandinnu á afmæli í dag. Til hamingju með afmælið Áslaug mín. Sendi kossa og knús til Baunalandsins.

Ég kíkti á "krakkana mína" í Þrastarlundi í gær (það var eitthvað djamm hjá þeim) og þegar ég var þá hafði enginn skanndall gerst. En svo í morgun þá var ég bara að frétta ýmislegt sem hafði gerst seinna um nóttina. Ekki allt gott. Stolið var bíl og læti, ekki sniðugt. En bílinn er kominn í leitirnar þannig að það er gott mál.

Jæja það er spurning hvort að maður fari ekki núna og reynir að sjá endinn á American Idol. Bara róleg í kvöld því það er æfing á morgun klukkan 10, TAKK FYRIR!!!

miðvikudagur, júní 18, 2003

See what Care Bear you are./a>

Ég get ekki sagt að ég sé alveg sammála þessu. Netið getur alveg logið Berglind!!!!! :)

þriðjudagur, júní 17, 2003

Hæ, hó og jibbí jei og jibbí jei jei.
Það er kominn 17. júní.


Ég fór í bæinn í dag. Það var bara svakalegt fjör. Fullt af fólki. Sáum svo Birgittu Haukdal syngja evróvision lagið litlu frænkun minni til mikillar ánægju þar sem að hún er einn helsti aðdáandinn hennar. Um daginn spurði hún mig þegar að ég hefði fengið mér Appelsín í glas,: Berglind afhverju fær þú þér ekki Pepsí eins og ég og Birgitta Haukdal. Hún er alveg að tapa sér.

Annars kíkti ég á djammið í gær. Við byrjuðum hjá Berglindi og Atla og svo var farið á Sólon. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Það var troðið alltof mikið af fólki þar inn þannig að staðurinn var eins og gufubað. Og í dag er ég með brunasár á hendinni eftir að einhver gaur drap í sígarettunni sinni á hendinni á mér og líka í fætinum eftir að hafa verið í röðinni. Þaðan fórum við inná Ara í örgi ( held að hann heiti það) þar var fín stemmning einhverjir strákar að syngja og spila á gítar. Rosa fjör.

sunnudagur, júní 15, 2003

Jæja önnur róleg helgin liðin. Þetta er ekki nógu gott ég sem að ætlaði að djamma svo mikið í sumar. Það er svona þegar að vinir manns eru orðnir svo giftir að þeir nenna ekki að djamma lengur :) En við ætlum samt að djamma á morgun, er það ekki (Blikk, blikk)????

Ég var í fríi á föstudaginn og ég svaf alveg til klukkan hálf eitt. Og mér brá eiginlega þegar að ég vaknaði. Vá hálf eitt og ég missti af grönnum, ekki gaman það. Skellti mér bara í verslunarferð með henni litlu systur, ég var ekki að fara að kaupa mér neitt en svo datt ég bara inn í eina búð sem að ég versla mér aldrei í og fann mér alveg tvær pæju peysur og skellti mér bara á þær. Átti það alveg skilið því að ég kaupi mér aldrei föt. Svo skellti ég mér til Herdísar um kvöldið og hitti Helgu Grundarfjarðarmær þar og var kjaftað fram eftir.

Svo í gær og í dag þá var ég bara að vinna á sýningunni í Ljósafossstöð. Mjög gaman. Þetta er bara hin ágætis sýning. Allir að fara á sýningunna Orka náttúrunnar, náttúra orkunnar.

En ef að ég ætla að þrauka eitthvað á morgun er eins gott að fara að sofa núna. See ya!!!!

mánudagur, júní 09, 2003

Var að setja fleiri myndir í þetta fletti dót hjá mér. Þar sem að ég kann ekki á albúmið og bíð bara eftir því að einhver hjálpi mér með það þá verð ég bara að stela nokkrum myndum hjá henni Kristínu á meðan og setja in í þetta flettidót. Já Berglind ég fann ekki betri mynd af þér, þannig að þú verður bara að sætta þig við þessa mynd þangað til að ég finn aðra.

Þetta er búin að vera hin ágætis helgi. Var voða róleg á föstudaginn eða eiginlega bara alla helgina. Gerði ekki neitt og fór snemma að sofa. Maður var svo þreyttur þar sem að ég þurfti að vinna alla vikuna, ha, alveg frá mánudegi til föstudags. Nei ég segi bara svona því að frá því að ég byrjaði að vinna þá er alltaf búinn að vera einhver frídagur, eins og í dag. Þannig að næsta vinnuvika verður líka stutt, vinn frá þriðjudegi til fimmtudags. Mjög ljúft.

Á laugardaginn þá var ég búin að hugsa mér að djamma en þar sem að allir voru eitthvað að vesenast upp í sumarbústað þá fór ég bara í heimsókn til Hildar og kíkti með þeim niður í bæ, á bíl (maður er orðinn svo lélegur djammari). En hvaðan kom allt þetta fólk? Ég bara spyr. Bærinn var troð fullur. Og raðirnar inná helstu staðina voru ekkert smá langar. En við byrjuðum á því að kíkja inn á Hvebbann þar sem það er ár og öld síðan að ég kíkti þar inn seinast og var ég einu sinni næstum því orðin eitt af húsgögnunum þar. Ekki nógu góð stemmning þar og við yfir á The Celtic cross. Það hefði verið rosa gaman ef að við hefðum fleiri. Trúbador sem spilaði og söng fyrir okkur. Svo fór ég bara eitthvað að vesenast að ganga í bænum og hitti frænda og við fórum inn á Vegamót. Ég hef aldrei fílað þann stað en hann var bara ágætur. En það sem að kom mér mest á óvart var það að hann frændi minn bað mig um að biðja plötusnúðinn um að spila Justin. Ég vissi að þú fílaðir hann Hreiðar, hehehehehe :) En svo var bara að finna hinn frænda og fara heim.

Svo á Hvítasunnudag fór ég með fjölskyldunni í fermingarveislu í Lyngbrekku, rétt fyrir utan Borganes. ( Helga ég var bara komin meira en hálfa leið til þín ;)) Frændi minn úr sveitinni var að fermast. Þetta var bara hinn ágætis rúntur. Svo á leiðinni heim þá keyrðum við framhjá körfulboltamönnunum sem að voru að dripla hringinn. Rosa duglegir, sérstaklega við það að halda einbeitningu þegar að fólk bíbbar á þá þegar að það keyrir framhjá þeim. Ég myndi bara hrökkva við og missa allan takt við það að dripla boltanum.

Auglýsingar


Þar sem að maður er að keyra mikið þá hlustar maður svolítið mikið á útvarpið og ég er því búin að heyra Durex smokkaaulýsinguna nokkuð oft. Ég verð bara að segja að mér þykir það frekar skrýtið að þessi auglýsing sé ennþá í gangi. Mér finnst hún nebla frekar dónó.

Eitt enn ég fór á laugardaginn og keypti mér sólgleraugu. Loksins eignast ég sólgleraugu!!!!! En hvort að þau fari mér eitthvað sérlega vel það er allt annað mál ég á allavega flott sólgleraugu núna :)

fimmtudagur, júní 05, 2003

Þreytt, þreytt, þreytt.

Bara búin að vera að vinna og fara á æfingar eftir vinnu. Frekar erfitt svona til að byrja með en svo á þetta vonandi eftir að verða léttara. Maður verður nú að hreyfa sig og vonandi fara nokkur kíló af í leiðinni, þó að þau væru ekki nema 5 þá væri ég nokkuð ánægð. Við skulum bara vona að það verði í lok sumarsins :o)

En það er alltaf þannig að þegar að maður byrjar í átaki (eða alla vega hjá mér ) þá á maður það til að borða bara helmingi meira og óhollara. Hvað er það???? Kannski að maður hugsar alltof mikið um það og því langar manni ferkar í djúsí mat, veit ekki!!!!!

Já hún Una átti afmæli í gær. Til hamingju með 22 árin Una, ætlaði að skrifa þetta í gær en hafði ekki tíma. Já í tilefni af afmæli sínu þá bauð Una okkur nokkrum stelpum í smá óhollustu, þetta var ekkert smá flott hjá henni. Fullt af góðum veitingum. Og svo af því að við hittumst svo sjaldan þá var sko kjaftað nóg. Og ég verð að segja að slagsmálasagan af hófinu lifir enn. En ég var einmitt að heyra hina útgáfuna af henni í gær!!!!

En ég ætla núna að fara og hitta Costa del sol farana.

sunnudagur, júní 01, 2003

Vá hvað maður er orðin léleg að blogga. Það er bara búið að vera nóg að gera.
Nú er þessari fjagra daga helgi að ljúka og ég fer að vinna á morgun.
Get ekki sagt að ég hafi fengið að sofa mikið út þessa frídaga mína. Þurfti að vera að vesenast í þessu lokaverkefni en sem betur fer kláraðist það á föstudaginn. Ljúft líf í smá tíma þar til að maður þarf að fara að huga að því aftur. Veiiiii!!!!

En ég fór á fyrstu æfinguna mína á föstudaginn í þessu undirbúningstímabili. Var alveg búin á því eftir æfingu, var fjólublá í framan.
Svo um kvöldið skellti ég mér í afmæli til hans Trausta sem varð ekki nema 35 ára á föstudaginn. Þar tók frændur mínir upp gítarinn sem að Trausti fékk og voru eitthvað að reyna að þykjast kunna að spila á hann. Það var bara ágætt hjá þeim :o)

Svo var engin hvíld hjá mér á laugardaginn þar sem að ég átti eftir að maxa eða eitthvað svoleiðis. Varð að mæta á laugardaginn og lyfta klukkan 10. Ekki málið. En vá hvað ég þarf að vera dugleg að lyfta því að ég komst að því að ég er sko ekki neitt sterk. Og vinstri hendin mín er eitthvað mjög skrýtin og lætur ekki að stjórn :o(
En í seinni partinn í gær og í dag er ég búin að vera að deyja úr harðsperrum ( harsperum, veit ekki hvernig á að skrifa, erfitt orð ). Og ég mætti líka í dag og ætlaði að klára maxið en þar sem að við kunnum ekkert á tækin og enginn var þarna til að aðstoða okkur vitleysingana þá verður það bara að bíða til morguns.

Svo kíkti ég í Smáralindina með Sigurveigu og Herdísi, við byrjuðum á því að borða okkur pakksaddar á Pizza Hut og svo lá leiðin í að finna pæju sólgleraugu handa mér. En eftir þessa sólgleraugnaverslunarferð komum við allar heim með einhverja flík nema Berglind kom ekki heim með nein sólgleraugu, bara bol. Búin að komast að því að ég á ekki að eignast sólgleraugu. Sem er ekki gott mál.

Svo skellti ég mér upp eftir í Sogið og ætlaði í golf en ég og Sigurveig bjuggum bara til okkar eigin leið og var golfvöllurinn okkar frekar minni en þeir venjulega eru. Það er bara Sigurveigu að kenna því að hún nennti ekki að labba meira. En ég get ekki sagt að ég sé góð í golfi. Það kemur kannski bara með æfingunni.

En ég er farin að horfa á The Practis.