Hér bloggar Berglind of Wales

föstudagur, júní 20, 2003

Góða kvöldið!!!
Var áðan í svokölluðu Coppertesti sem var ekki eins leiðilegt og ég var búin að undirbúa mig fyrir. En það kom greinilega í ljós að ég þarf að púla miki, miki meira, púfff!!!!
Já hún Slauga mín í baunalandinnu á afmæli í dag. Til hamingju með afmælið Áslaug mín. Sendi kossa og knús til Baunalandsins.

Ég kíkti á "krakkana mína" í Þrastarlundi í gær (það var eitthvað djamm hjá þeim) og þegar ég var þá hafði enginn skanndall gerst. En svo í morgun þá var ég bara að frétta ýmislegt sem hafði gerst seinna um nóttina. Ekki allt gott. Stolið var bíl og læti, ekki sniðugt. En bílinn er kominn í leitirnar þannig að það er gott mál.

Jæja það er spurning hvort að maður fari ekki núna og reynir að sjá endinn á American Idol. Bara róleg í kvöld því það er æfing á morgun klukkan 10, TAKK FYRIR!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home