Þreytt, þreytt, þreytt.
Bara búin að vera að vinna og fara á æfingar eftir vinnu. Frekar erfitt svona til að byrja með en svo á þetta vonandi eftir að verða léttara. Maður verður nú að hreyfa sig og vonandi fara nokkur kíló af í leiðinni, þó að þau væru ekki nema 5 þá væri ég nokkuð ánægð. Við skulum bara vona að það verði í lok sumarsins :o)
En það er alltaf þannig að þegar að maður byrjar í átaki (eða alla vega hjá mér ) þá á maður það til að borða bara helmingi meira og óhollara. Hvað er það???? Kannski að maður hugsar alltof mikið um það og því langar manni ferkar í djúsí mat, veit ekki!!!!!
Já hún Una átti afmæli í gær. Til hamingju með 22 árin Una, ætlaði að skrifa þetta í gær en hafði ekki tíma. Já í tilefni af afmæli sínu þá bauð Una okkur nokkrum stelpum í smá óhollustu, þetta var ekkert smá flott hjá henni. Fullt af góðum veitingum. Og svo af því að við hittumst svo sjaldan þá var sko kjaftað nóg. Og ég verð að segja að slagsmálasagan af hófinu lifir enn. En ég var einmitt að heyra hina útgáfuna af henni í gær!!!!
En ég ætla núna að fara og hitta Costa del sol farana.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home