Hér bloggar Berglind of Wales

þriðjudagur, júní 17, 2003

Hæ, hó og jibbí jei og jibbí jei jei.
Það er kominn 17. júní.


Ég fór í bæinn í dag. Það var bara svakalegt fjör. Fullt af fólki. Sáum svo Birgittu Haukdal syngja evróvision lagið litlu frænkun minni til mikillar ánægju þar sem að hún er einn helsti aðdáandinn hennar. Um daginn spurði hún mig þegar að ég hefði fengið mér Appelsín í glas,: Berglind afhverju fær þú þér ekki Pepsí eins og ég og Birgitta Haukdal. Hún er alveg að tapa sér.

Annars kíkti ég á djammið í gær. Við byrjuðum hjá Berglindi og Atla og svo var farið á Sólon. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Það var troðið alltof mikið af fólki þar inn þannig að staðurinn var eins og gufubað. Og í dag er ég með brunasár á hendinni eftir að einhver gaur drap í sígarettunni sinni á hendinni á mér og líka í fætinum eftir að hafa verið í röðinni. Þaðan fórum við inná Ara í örgi ( held að hann heiti það) þar var fín stemmning einhverjir strákar að syngja og spila á gítar. Rosa fjör.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home