Hér bloggar Berglind of Wales

sunnudagur, júní 29, 2003

Föstudagurinn


Hann var alveg frábær. Fórum á stutta æfingu og svo var ferðinni heitið út að borða, við fengum klukkutíma til að hafa okkur til. Og það var met slegið, Berglind Hermannsdóttir hefur aldrei verið svona fljót að taka sig til, takk, takk!!! Man ekki alveg hvað staðurinn heitir en hann er á laugarveginum. Við fengum, súpu, kjöt og desert í boði þjálfarans. Mjög gott!!!!
Svo var farið í partý til hennar Eyglóar þar var bara hið fínasta stuð. Svo var stefnana tekin á Hverfisbarinn. Hann stóð fyrir sínu og var mikið fjör og mikið gaman. Svo þegar að við fórum til að fá okkur að borða þá voru mávarnir komnir og það þýðir víst bara eitt, að maður á að fara heim!!

Annars er bara ekkert að gerast, bara vinna og þar fær maður að reka kindur sem koma inn á Landsvirkjunar svæðið og mega sem sagt ekki vera þar. Ekki gaman það. Komst að því í vikunni þegar að ég þurfti að fara að reka kindurnar að ég er engin sveita stelpa. Það var bara sagt við mig stattu þarna og gríptu kindurnar þegar að þær reyna að fara framhjá þér. Einmitt, je ræt. Ég er ekki alveg þessi hetja. Stökk eiginlega bara í burtu :)

En núna bíður The Practice.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home