Þetta er búin að vera hin ágætis helgi. Var voða róleg á föstudaginn eða eiginlega bara alla helgina. Gerði ekki neitt og fór snemma að sofa. Maður var svo þreyttur þar sem að ég þurfti að vinna alla vikuna, ha, alveg frá mánudegi til föstudags. Nei ég segi bara svona því að frá því að ég byrjaði að vinna þá er alltaf búinn að vera einhver frídagur, eins og í dag. Þannig að næsta vinnuvika verður líka stutt, vinn frá þriðjudegi til fimmtudags. Mjög ljúft.
Á laugardaginn þá var ég búin að hugsa mér að djamma en þar sem að allir voru eitthvað að vesenast upp í sumarbústað þá fór ég bara í heimsókn til Hildar og kíkti með þeim niður í bæ, á bíl (maður er orðinn svo lélegur djammari). En hvaðan kom allt þetta fólk? Ég bara spyr. Bærinn var troð fullur. Og raðirnar inná helstu staðina voru ekkert smá langar. En við byrjuðum á því að kíkja inn á Hvebbann þar sem það er ár og öld síðan að ég kíkti þar inn seinast og var ég einu sinni næstum því orðin eitt af húsgögnunum þar. Ekki nógu góð stemmning þar og við yfir á The Celtic cross. Það hefði verið rosa gaman ef að við hefðum fleiri. Trúbador sem spilaði og söng fyrir okkur. Svo fór ég bara eitthvað að vesenast að ganga í bænum og hitti frænda og við fórum inn á Vegamót. Ég hef aldrei fílað þann stað en hann var bara ágætur. En það sem að kom mér mest á óvart var það að hann frændi minn bað mig um að biðja plötusnúðinn um að spila Justin. Ég vissi að þú fílaðir hann Hreiðar, hehehehehe :) En svo var bara að finna hinn frænda og fara heim.
Svo á Hvítasunnudag fór ég með fjölskyldunni í fermingarveislu í Lyngbrekku, rétt fyrir utan Borganes. ( Helga ég var bara komin meira en hálfa leið til þín ;)) Frændi minn úr sveitinni var að fermast. Þetta var bara hinn ágætis rúntur. Svo á leiðinni heim þá keyrðum við framhjá körfulboltamönnunum sem að voru að dripla hringinn. Rosa duglegir, sérstaklega við það að halda einbeitningu þegar að fólk bíbbar á þá þegar að það keyrir framhjá þeim. Ég myndi bara hrökkva við og missa allan takt við það að dripla boltanum.
Þar sem að maður er að keyra mikið þá hlustar maður svolítið mikið á útvarpið og ég er því búin að heyra Durex smokkaaulýsinguna nokkuð oft. Ég verð bara að segja að mér þykir það frekar skrýtið að þessi auglýsing sé ennþá í gangi. Mér finnst hún nebla frekar dónó.
Eitt enn ég fór á laugardaginn og keypti mér sólgleraugu. Loksins eignast ég sólgleraugu!!!!! En hvort að þau fari mér eitthvað sérlega vel það er allt annað mál ég á allavega flott sólgleraugu núna :)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home