Hér bloggar Berglind of Wales

sunnudagur, júní 01, 2003

Vá hvað maður er orðin léleg að blogga. Það er bara búið að vera nóg að gera.
Nú er þessari fjagra daga helgi að ljúka og ég fer að vinna á morgun.
Get ekki sagt að ég hafi fengið að sofa mikið út þessa frídaga mína. Þurfti að vera að vesenast í þessu lokaverkefni en sem betur fer kláraðist það á föstudaginn. Ljúft líf í smá tíma þar til að maður þarf að fara að huga að því aftur. Veiiiii!!!!

En ég fór á fyrstu æfinguna mína á föstudaginn í þessu undirbúningstímabili. Var alveg búin á því eftir æfingu, var fjólublá í framan.
Svo um kvöldið skellti ég mér í afmæli til hans Trausta sem varð ekki nema 35 ára á föstudaginn. Þar tók frændur mínir upp gítarinn sem að Trausti fékk og voru eitthvað að reyna að þykjast kunna að spila á hann. Það var bara ágætt hjá þeim :o)

Svo var engin hvíld hjá mér á laugardaginn þar sem að ég átti eftir að maxa eða eitthvað svoleiðis. Varð að mæta á laugardaginn og lyfta klukkan 10. Ekki málið. En vá hvað ég þarf að vera dugleg að lyfta því að ég komst að því að ég er sko ekki neitt sterk. Og vinstri hendin mín er eitthvað mjög skrýtin og lætur ekki að stjórn :o(
En í seinni partinn í gær og í dag er ég búin að vera að deyja úr harðsperrum ( harsperum, veit ekki hvernig á að skrifa, erfitt orð ). Og ég mætti líka í dag og ætlaði að klára maxið en þar sem að við kunnum ekkert á tækin og enginn var þarna til að aðstoða okkur vitleysingana þá verður það bara að bíða til morguns.

Svo kíkti ég í Smáralindina með Sigurveigu og Herdísi, við byrjuðum á því að borða okkur pakksaddar á Pizza Hut og svo lá leiðin í að finna pæju sólgleraugu handa mér. En eftir þessa sólgleraugnaverslunarferð komum við allar heim með einhverja flík nema Berglind kom ekki heim með nein sólgleraugu, bara bol. Búin að komast að því að ég á ekki að eignast sólgleraugu. Sem er ekki gott mál.

Svo skellti ég mér upp eftir í Sogið og ætlaði í golf en ég og Sigurveig bjuggum bara til okkar eigin leið og var golfvöllurinn okkar frekar minni en þeir venjulega eru. Það er bara Sigurveigu að kenna því að hún nennti ekki að labba meira. En ég get ekki sagt að ég sé góð í golfi. Það kemur kannski bara með æfingunni.

En ég er farin að horfa á The Practis.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home