Hér bloggar Berglind of Wales

fimmtudagur, janúar 30, 2003

Vá ég var geðveikt dugleg á þriðjudaginn, það var ekki æfing en við áttum að fara út að hlaupa. Þannig að mín fór í útihlaupagallan sem að mínu mati er svakalega flottur!!!! Ég hljóp í einhvern tíma og þegar að ég kom heim þá vildi systir mín endilega fara í göngutúr og spurði mig hvort að ég vildi ekki bara koma með. Auðvitað skelli ég mér með. Vá ég var ekkert smá dugleg en svo þegar að við erum komnar heim þá fer ég út í sjoppu og kaupi mér ísþeyting, ( bragðarref ). Hvernig er þetta þegar að maður er búinn að vera duglegur í heilsurækt þá á manni ekki að langa í ís, er það nokkuð? En það fyndna er að eftir hlaupið þá er ég með harðsperrur ( erfitt orð!! ) í upphandleggnum, skil ekki alveg!!!!!!
Svo í gær þá fór ég loksins á The Lord of the Rings, hún er alveg svakalega góð. Og svo þegar að við komum í bíóið þá var leikurinn ennþá og þessi líka þvílíka stemmning í Vetrargarðinum í Smáralindinni. Brjáluð læti þegar að einhver skoraði en ég myndi sennilega ekki meika það að vera að horfa á leikinn með svona rosalega mikið af fólki fyrir mér!!!!

þriðjudagur, janúar 28, 2003

Helgin var bara fín hjá mér. Fór á bjórkvöldið með skólanum mínum og skemmti mér bara nokkuð vel en svo fórum við að líta á aðra staði og þá fór ég bara að skemmta mér betur. Áætlunin var sú að ég ætlaði að vera komin heim til mín um 1-2 leitið en það dróst eitthvað því að ég var ekki komin heim fyrr en um 5!!! dimmalimm :) Já við unnum sem sagt leikinn á föstudaginn en leikurinn á sunnudaginn fór ekki eins vel, við skulum bara ekkert tala um það. Svo var bara kíkt í heimsókn á laugardaginn og sófi brotinn og svoleiðis :)
En um daginn var ég að hreinsa úr símanum mínum sms og sá þar svaka flotta rímu eða vísu sem að Atli sendi mér einu sinni og ég ætla að deila henni með ykkur. ( Þetta er ekki ritstuld því að ég er búin að greina frá höfundi)
Svona er hún:
Hristu spikið,
Kíldu púða.
Málið er að deita lúða,
nóg af þeim á bókhlöðu okkar
en allir eru þeir þó drullusokkar,
ættu því bara vera kokkar,
ljótir með eyrnalokka.

föstudagur, janúar 24, 2003

Góðann daginn. Góður leikur í gær. Það var engin smá stemmning þegar að við vorum að horfa á leikinn endursýndann í gær. Og okkur fannst fólk ekki fyndið þegar það var að þykjast ætla að segja okkur hvernig leikurinn fór.
Í kvöld er bjórkvöld hjá skólanum mínum á Gauki á stöng en ég er að fara að keppa þannig að ég kíki bara seint á liðið, ég býst við því að það muni vera stemmnig á fólkinu.
Tja..................

fimmtudagur, janúar 23, 2003

Jæja ég vona að ég hef getað lagað þetta dót. Var búin að skrifa en það fór bara ekki inn á síðuna. Í kvöld er leikur við Portúgala og er hann klukkan 19.00 en þá er akkúrat æfing hjá mér. Stelpurnar ákváðu þá í gær að við myndum bara taka upp leikinn og horfa á hann eftir æfingu og panta pizzu!!! Ummmmm pizza!!!! Það verður vonandi gaman.
Svo er Kristín bara byrjuð að hreyfa sig, Kristín til hamingju!!!!

þriðjudagur, janúar 21, 2003

Vá hvað þetta var mjög óspennandi leikur í gær. Og endaði eins og flestir sennilega vita 55-15 fyrir Íslandi!!!! Hey je ÁFRAM ÍSLAND. Gott hjá ykkur strákarnir OKKAR!!!! EN ég var tilbúin fyrir smá spennu þó að ég vissi að þetta yrði ekki neitt æsispennandi leikur, en fyrr má nú vera. Ég verð samt að segja að ég vorkenndi Áströlunum ekkert smá mikið. En þeir skoruðu samt alveg 15 mörk það er ekkert svo lítið en Íslendingarnir skoruðu bara fleiri!!!!!! Ég var búin að koma mér fyrir í sofanum hennar Helgu og við vorum sko að fara að horfa á leikinn, en svo endaði það bara að við duttum alveg úr úr leiknum og fórum að spjalla um berklana sem að hún hefði náð sér í sumarbústaðarferðinni. :) hehehheheheh.
En svo er það bara leikurinn í dag og vonandi verður hann aðeins meira spennandi, eða vonandi verður hann spennandi.

sunnudagur, janúar 19, 2003

Ég kíkti í teiti í gær og það var alveg fínt. Svo var farið í bæinn og vildu allar stelpurnar fara á Kaffi list, því að þeim langaði svo að dansa salsa!! Þannig að við fórum sem sagt þangað og sá ég mikið af "sérstöku fólki". En það var ekki stoppað lengi þar og var farið að kanna aðra staði en VÁÁÁ fjöldinn sem að var í bænum, eða allavega þeir sem að voru að bíða í röðum. Það voru gjörsamlega allstaðar geðveikt langar raðir. Hvernig er þetta þarf maður að fara að mæta klukkan 23.00 í bæinn til þess að fá að komast inn???????
Við nenntum ekki að bíða í neinum af þessum röðum þannig að við fórum bara heim. Það var líka alveg viðbjóðslega kalt úti og ekki nokkrum manni bjóðandi að bíða í röð í meira enn klukkutíma, NEI TAKK!!!!!!!!!!!!!!

En ég ætla að skella mér í bíó í kvöld með henni Hildi systur minni og erum við að fara að sjá analyze that!!! Ég er samt ekki búin að fara á analyze this, en ég held að það skipti engum máli. Eða ég vona það að minnsta kosti................

laugardagur, janúar 18, 2003

Ég kíkti í bæinn í gær eins og ég var búin að segjast ætla að gera. Það var ágætt til að byrja með en svo nennti ég bara ekki að vera lengur og var farin heim um eitt leitið ( algjör auli ). En ég hitti fullt af fólki sem að ég er ekki búin að sjá síðan ég veit ekki hvenær. Svo hitti ég líka nokkra sem að voru frekar drukknir, en það var bara fyndið. Þessar vísindaferðir fara alveg með fólk.

Í kvöld ætla ég að gera aðra tilraun við það að sýna mig og sjá aðra. Ætla að kíkja á hana Auði og hinar gellurnar!!!!! Kannski ég endist lengur en til eitt núna, hver veit, :)

föstudagur, janúar 17, 2003

Þá er kvöldið ákveðið. Ætla bara að skella mér á æfingu og svo ætla ég að fara í gellugallann!!!! Fara í bæinn og hitta Hildi Páls vinkonu og vinkonur hennar. Svo veit maður aldrei nema að maður hittir einhverja HR-inga, kannski allavega einn, vonandi tvo. ( Já Helga enga vitleysu þú ferð bara í bústaðinn á morgun ).
Ég verð að segja að þetta net er ekki að gera góða hluti þegar að maður er í tíma. Ég ætla alltaf að vera dugleg að fylgjast með en svo hittir maður alltaf einhverja skemmtilega á msn.
Jæja ætla að gera aðra tilraun til að fylgast með.......

fimmtudagur, janúar 16, 2003

Afhverju er þetta alltaf svona, snjóar þegar að jólin eru búin? Ha? Mig langar ekkert að fá snjó núna. Þetta þýðir það að maður þarf að koma sér fyrr á fætur og leggja fyrr af stað í skólann :(
Já það var leikur við FH-inga gær og hann fór ekki eins og ég vildi. Við töpuðum!!!!!! En ég vildi óska þess núna að ég næði popptíví því að kallarnir úr 70 mín. voru á staðnum og voru, að við höldum, að taka markmanninn í liðinu mínu fyrir. Mig langar rosalega að sjá það. En þar sem að ég bý á fjöllum þá næ ég ekki popptíví.

Mér heyrist bara á öllum sem að ég hef verið að tala við að þeir séu að fara í vísindaferð með skólanum sínum. Ekki slæmt. Maður má þá búast við því að það verði mikið um manninn niðri í bæ á föstudaginn!!!!!

miðvikudagur, janúar 15, 2003

Þar sem að ég er komin með þessa fínu gestabók þá mæli ég með því að þeir sem að heimsækja síðuna mína skrifi nú eitthvað skemmtilegt. En svo ætlar hún Kristín að gera svona comment dót fyrir mig þannig að þeir sem að þurfa að tjá sig um eitthvað sem að ég hef skrifað geta tjáð sig þar.

Hæ hæ hér getið þið séð myndir frá sumarbústaðarferðinni.

Bara enn þá að prófa mig áfram!!!!!

Kristín er örugglega orðin frekar pirruð á mér!!!!!

Prufa Kristín

Það er óþolandi hvað maður getur verið latur. Í gær vaknaði ég og fór í skólann og svo þegar að ég kom heim þá þurfti ég að leggja mig bara smá, pínulítið en það endaði með því að ég svaf í einn og hálfan tíma. Það er ekki það að ég sé svona svakalega þreytt, nei ég er bara búin að venja mig á þetta. Verð að fara að venja mig af þessu!!!!!!

Svo verð ég að fara að læra betur á þetta bloggara dót. Mér finnst ekkert gaman að vera ekki með myndir eða að geta bent á aðra síðu.

Svo er leikur í kvöld. Við verðum að vinna FH-ingana.
Svo er vísindaferð á föstudaginn en ég er ekki að fara en ég mæli með því að HR-ingarnir (sem að ég þekki) fari í sína vísindaferð svo að ég geti hitt þá seinna um kvöldið. Mig langar svo að fara að gera eitthvað. Það er líka orðið svo langt síðan að ég kíkti á Hvebbarann, alveg á seinasta ári. Vá!!!!!

mánudagur, janúar 13, 2003

Góðan daginn!!!!!! Þessi helgi var bara mjög fín. Fór upp í sumarbústað með frábæru fólki, ekki slæmt. Þau fóru reyndar á undan mér og fóru á föstudaginn en ég fór ekki fyrr en á laugardaginn. ( varð nefninlega að mæta á æfingu á föst. og laug.) Þegar að ég kom var fólkið nýkomið úr göngutúr, það var að reyna að ganga úr sér þynnkuna, gekk skildist mér bara nokkuð vel. Svo var það bara að liggja í sofanum spila og borða ummmmmmmmmmm, taco. Sumir fóru reyndar í pottinn. Þannig að þetta var bara rólega og góð helgi hjá mér. Bara nokkuð sátt.
Hlakka til að sjá myndirnar hjá henni Kristínu!!!!!

miðvikudagur, janúar 08, 2003

Jæja það er nú orðið svolítið langt síðan að ég settist niður og bloggaði. En það er kominn tími til þess að segja gleðilegt nýtt ár!!!!! :)
Já og takk fyrir árið sem var að líða.
Annars hafði ég það bara gott um jólin en nýja árið byrjaði ekki skemmtilega þar sem að ég þurfti að fara að taka þessi helv... endurtektarpróf. Ekki gaman. Enn svona er þetta að vera svona mikill sluggsi.

Núna er sko alvaran byrjuð aftur og af fullum krafti. Fyrsti tíminn var í dag og þar var ekkert verið að hlífa manni bara byrja strax að læra. Ekki það að ég get ekki byrja strax á fullu því að ég á barasta ekki bækurnar. Kannski betra að hafa þær, já. Þetta leggst bara vel í mig en ég held að það verði alveg nóg að gera. Kominn tími til þess að ég fari að skipuleggja mig aðeins. Ég fer bara í einn tíma hjá henni Berglindi Báru í skiplagningu og þá hlýtur þetta að koma :)
Jæja ég ætla að fara að kíkja á nágranna það er svo langt síðan að ég sá þá, ég verð örugglega alveg týnd í þeim.
Seinna................