Ég kíkti í teiti í gær og það var alveg fínt. Svo var farið í bæinn og vildu allar stelpurnar fara á Kaffi list, því að þeim langaði svo að dansa salsa!! Þannig að við fórum sem sagt þangað og sá ég mikið af "sérstöku fólki". En það var ekki stoppað lengi þar og var farið að kanna aðra staði en VÁÁÁ fjöldinn sem að var í bænum, eða allavega þeir sem að voru að bíða í röðum. Það voru gjörsamlega allstaðar geðveikt langar raðir. Hvernig er þetta þarf maður að fara að mæta klukkan 23.00 í bæinn til þess að fá að komast inn???????
Við nenntum ekki að bíða í neinum af þessum röðum þannig að við fórum bara heim. Það var líka alveg viðbjóðslega kalt úti og ekki nokkrum manni bjóðandi að bíða í röð í meira enn klukkutíma, NEI TAKK!!!!!!!!!!!!!!
En ég ætla að skella mér í bíó í kvöld með henni Hildi systur minni og erum við að fara að sjá analyze that!!! Ég er samt ekki búin að fara á analyze this, en ég held að það skipti engum máli. Eða ég vona það að minnsta kosti................
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home