Hér bloggar Berglind of Wales

þriðjudagur, janúar 21, 2003

Vá hvað þetta var mjög óspennandi leikur í gær. Og endaði eins og flestir sennilega vita 55-15 fyrir Íslandi!!!! Hey je ÁFRAM ÍSLAND. Gott hjá ykkur strákarnir OKKAR!!!! EN ég var tilbúin fyrir smá spennu þó að ég vissi að þetta yrði ekki neitt æsispennandi leikur, en fyrr má nú vera. Ég verð samt að segja að ég vorkenndi Áströlunum ekkert smá mikið. En þeir skoruðu samt alveg 15 mörk það er ekkert svo lítið en Íslendingarnir skoruðu bara fleiri!!!!!! Ég var búin að koma mér fyrir í sofanum hennar Helgu og við vorum sko að fara að horfa á leikinn, en svo endaði það bara að við duttum alveg úr úr leiknum og fórum að spjalla um berklana sem að hún hefði náð sér í sumarbústaðarferðinni. :) hehehheheheh.
En svo er það bara leikurinn í dag og vonandi verður hann aðeins meira spennandi, eða vonandi verður hann spennandi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home