Hér bloggar Berglind of Wales

þriðjudagur, janúar 28, 2003

Helgin var bara fín hjá mér. Fór á bjórkvöldið með skólanum mínum og skemmti mér bara nokkuð vel en svo fórum við að líta á aðra staði og þá fór ég bara að skemmta mér betur. Áætlunin var sú að ég ætlaði að vera komin heim til mín um 1-2 leitið en það dróst eitthvað því að ég var ekki komin heim fyrr en um 5!!! dimmalimm :) Já við unnum sem sagt leikinn á föstudaginn en leikurinn á sunnudaginn fór ekki eins vel, við skulum bara ekkert tala um það. Svo var bara kíkt í heimsókn á laugardaginn og sófi brotinn og svoleiðis :)
En um daginn var ég að hreinsa úr símanum mínum sms og sá þar svaka flotta rímu eða vísu sem að Atli sendi mér einu sinni og ég ætla að deila henni með ykkur. ( Þetta er ekki ritstuld því að ég er búin að greina frá höfundi)
Svona er hún:
Hristu spikið,
Kíldu púða.
Málið er að deita lúða,
nóg af þeim á bókhlöðu okkar
en allir eru þeir þó drullusokkar,
ættu því bara vera kokkar,
ljótir með eyrnalokka.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home