Hér bloggar Berglind of Wales

miðvikudagur, janúar 15, 2003

Það er óþolandi hvað maður getur verið latur. Í gær vaknaði ég og fór í skólann og svo þegar að ég kom heim þá þurfti ég að leggja mig bara smá, pínulítið en það endaði með því að ég svaf í einn og hálfan tíma. Það er ekki það að ég sé svona svakalega þreytt, nei ég er bara búin að venja mig á þetta. Verð að fara að venja mig af þessu!!!!!!

Svo verð ég að fara að læra betur á þetta bloggara dót. Mér finnst ekkert gaman að vera ekki með myndir eða að geta bent á aðra síðu.

Svo er leikur í kvöld. Við verðum að vinna FH-ingana.
Svo er vísindaferð á föstudaginn en ég er ekki að fara en ég mæli með því að HR-ingarnir (sem að ég þekki) fari í sína vísindaferð svo að ég geti hitt þá seinna um kvöldið. Mig langar svo að fara að gera eitthvað. Það er líka orðið svo langt síðan að ég kíkti á Hvebbarann, alveg á seinasta ári. Vá!!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home