Hér bloggar Berglind of Wales

þriðjudagur, ágúst 30, 2005

The O.C.

The O.C. byrjaði í gær og ég verð að viðurkenna það að núna þegar ég er að horfa á þáttinn þá sé ég svolítið eftir því að hafa horft á alla þættina í vor. Núna hefur maður ekkert til að hlakka til. Alla vega hvað varðar þá þætti :)


Svo gerðist ótrúlegur hlutur í gær. Ég mætti í ræktina eftir 3 mánaða frí. Og ég fór líka áðan. Núna er það bara harkan sex!!! En ég þarf kannski að fara að fjárfseta í nýjum skóm. Því að núna sit ég hérna með tærnar upp í loftið því að fæturnar á mér eru allar í blöðrum. Ekki gott :( Vonandi finn ég mér einhverja fallega skó í New York því að stefna er tekin þangað í Okótber :)


Verð að þjóta, grannar eru byrjaðir, má ekki missa af þeim :)

mánudagur, ágúst 22, 2005

Eins og hellt hefði verið úr fötu!

Ég get ekki sagt að ég hafi verið ánægð með veðrið á þessu skeri á menningarnótt. Kom í bæinn þegar flugeldasýningin var að byrja og þá byrjaði aðeins að ringa en svo akkúrat þegar hún var búin þá kom þessi helli demba. Við vorum náttúrulega ekkert að flýta okkur að komast í skjól, neibb. Við vorum nefninlega að fara að leita að honum Gunnari Helga sem var að spila. En þegar við loksins fundum staðinn þá var hann búinn :( og við rennandi blaut. Pirraði mig mest á því að hafa eytt tíma í það að slétta á mér hárið og mála mig. Því jú það var ekki lengi slétt og andlitið lak nánast af mér. Planið var að tjútta aðeins en vegna bleytu og kulda var ákveðið að fara bara heim. Sé sko ekki eftir því!!

Annars fór ég í kveðjupartý til Gunnu og Gunna á föstudaginn, við byrjuðum á því að fara að borða á Karúsó. Ég mæli sko eindregið með þeim stað. Hafði aldrei farið þangað áður og hélt að þetta væri pínulítill staður en nei hann leyndi sko á sér, var alveg á 3 hæðum og rosalega kósí.
Fórum svo á 22 í kveðjupartýið og enduðum á Oliver. Varð reyndar fyrir svolitlum vonbrigðum með þann stað þetta kvöld. Frekar leiðinleg tónlist og þrátt fyrir að búið var að biðja þá að spila aðra tónlist endist það svona 2 lög og þá kom hitt aftur.

En ég tók svo útivistarpakkann á þetta á fimmtudaginn eftir vinnu. Fór austur í golf og þegar ég kom heim skellti ég mér á línó. Það er eins gott ef að maður ætlar að vera að útivistast eitthvað að taka bara allan pakkann á þetta ;)

Læt þetta duga í bil, gædó er að fara að byrja.

Stúlkan sem ætlar að muna eftir að taka regnhlíf með sér í bæinn á næstu menningarnótt...

miðvikudagur, ágúst 17, 2005

Umhverfissinnar????

Já maður spyr sig, þetta fólk sem er að mótmæla Kárahnjúkum er ekki alveg að standa undir nafni. Umhverfissinnar og hvað gera þeir, fara og spreyja á hús og styttur. Það er náttúrulega ekki alveg allt í lagi með svona fólk. Flest eru þetta útlendingar og ég skil bara ekki afhverju þau eru ekki heima hjá sér og mótmæla þar. Þau fá sko enga samúð frá mér. Mótmæla bara þegar þeim hentar, ég efast ekki um að þau noti rafmagn. Og hvað ætlast þau til að verði gert, mokað í holurnar sem búið er að grafa ????? Ja maður spyr sig!!!!!

Jæja prjóni, prjóni.

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Myndarleg!!!!

Já núna ætla ég sko að reyna að verða myndarleg. Fór áðan eftir vinnu og keypti mér lopa. Jamm mín ætlar að reyna að prjóna lopapeysu. Veit að það eiga allir svona en mig langar svo í svoleiðis og ég á enga lopapeysu fyrir :) Er nú þegar búin að prjóna nokkra hringi og það hefur gengið áfallalaust fyrir sig ( eða það held ég að minnsta kosti ). Læt ykkur vita þegar ég er búin með hana, gæti verið eftir mánuð (mjög bjartsýn þar sem ég er ekki ennþá farin að gefast upp) og það gæti líka verið eftir eitt ár :) I will keep you post it ;)

Prjónakonan kveður að sinni.

sunnudagur, ágúst 14, 2005

Helgin senn á enda er....

Tíminn flýgur, helgin búin og vinna á morgun. Ég hef reyndar náð að gera margt um helgina þannig að hún var frekar löng.

Á fimmtudaginn skellti ég mér í tívólíið með Hildi, Heiðu Björg og Vigni og það var fínt. Fór í eitt tæki og ég er greinilega orðin eitthvað gömul því að núna þoli ég bara engin tæki sem eru mikið að fara í hring. Mér varð hálf flökurt eftir þettta tæki.

Á föstudaginn fór ég svo að hjálpa Hildi P að flytja til Keflavíkur. Daginn eftir tók ég eftir því að ég er alveg komin úr æfingu. Ég var með strengi allsstaðar.

Á laugardaginn vaknaði ég svo snemma og skellti mér í golf upp í Sog og við tókum einn hring. Ég sver það ég er alltaf að skána í þessari íþrótt. Sem betur fer fórum við samt snemma í golf því að þegar við vorum að fara var fullt af fólki að fara í golf. Frekar fúlt (fyrir mig) ef það eru alltaf fleiri og fleiri fólk að fatta þennan ágæta golfvöll. Svo um kvöldið fór ég í bíó á myndina The Wedding Crashers og auðvitað tókst mér að henda poppi á gólfið en sem betur fer fór það bara á gólfið í þetta skiptið en ekki yfir eitthvað fólk ;) Spurning um að hætta að kaupa sér popp í bíó.

Svo í dag fór ég í þrítugs afmæli til hans Viðars frænda á Selfossi. Og vá hvað ég át yfir mig þar. Úfff, en það er bara þannig með mig, ef það eru góðar kökur á boðstólnum þá verð ég ekkert södd. Eða ég verð bara gráðug!!!!!

Jæja farin að horfa á imbann.

þriðjudagur, ágúst 09, 2005

Grænt þema!

Já það hefur nú lítið á mína daga drifið undanfarið. Gerði voða lítið um verslunarmannahelgina. Fór á föstudeginum að borða á VOX Restaurant og vá hvað það var sjúklega góður maturinn þar. Hildur systir og Hildur Ýr buðu mér með sér þar sem þær áttu gjafabréf þar og naut ég góðs af því :) Við pöntuðum okkur einhverja fimm rétti og auk þess fengum við alltaf smakk á milli rétta. Mér leið eins og algjörri prinsessu :) Við borðuðum ekkert smá mikið allavega miðað við það sem ég er vön að borða þegar ég fer og panta mér mat. En þetta tók líka sinn tíma og fínt að vera ekkert að flýta sér. Komum um átta og vorum að fara klukkan eitt.
Á laugardeginum fórum við svo í golf og svei mér þá ég var bara MIKLU betri núna en seinast. Kúlan fór alveg hátt í loftið en mér finnst alveg aukaatriði að hún fari í rétta átt, má alveg fara til hliðar. Vorum ekki lengi í golfi þar sem það var grenjandi rigning.

Hildur og Bryndís mættu að sjálfsögðu í grænu.
Svo var bara unnið í seinustu viku og á föstudaginn var svo vinnupartý og það var grænt þema. Partýið var heima að þessu sinni og mér fannst bara mjög fínt, frekar rólegt en auðvitað gaman. Svo fórum við á Óliver að dansa.

Annars er ekkert að frétta nema það að ég er að farast úr öfundsýki út í fjölskyldumeðlimi mína. Það eru allir að fara út eða að koma. Mamma, pabbi og Heiða Björg koma á morgun og eru þá búin að vera úti í 2 vikur, Hrund og Sigurveig eru úti núna og Hildur er að fara út á föstudaginn.
Því vil ég helst ekki að fólk sé að segja mér að það sé að fara til útlanda því að ég vorkenni sjálfri mér svo svakalega mikið á þessari stundu.

Hef þetta ekki lengra í bil.

Ein í sjálfsvorkun.