Eins og hellt hefði verið úr fötu!
Ég get ekki sagt að ég hafi verið ánægð með veðrið á þessu skeri á menningarnótt. Kom í bæinn þegar flugeldasýningin var að byrja og þá byrjaði aðeins að ringa en svo akkúrat þegar hún var búin þá kom þessi helli demba. Við vorum náttúrulega ekkert að flýta okkur að komast í skjól, neibb. Við vorum nefninlega að fara að leita að honum Gunnari Helga sem var að spila. En þegar við loksins fundum staðinn þá var hann búinn :( og við rennandi blaut. Pirraði mig mest á því að hafa eytt tíma í það að slétta á mér hárið og mála mig. Því jú það var ekki lengi slétt og andlitið lak nánast af mér. Planið var að tjútta aðeins en vegna bleytu og kulda var ákveðið að fara bara heim. Sé sko ekki eftir því!!
Annars fór ég í kveðjupartý til Gunnu og Gunna á föstudaginn, við byrjuðum á því að fara að borða á Karúsó. Ég mæli sko eindregið með þeim stað. Hafði aldrei farið þangað áður og hélt að þetta væri pínulítill staður en nei hann leyndi sko á sér, var alveg á 3 hæðum og rosalega kósí.
Fórum svo á 22 í kveðjupartýið og enduðum á Oliver. Varð reyndar fyrir svolitlum vonbrigðum með þann stað þetta kvöld. Frekar leiðinleg tónlist og þrátt fyrir að búið var að biðja þá að spila aðra tónlist endist það svona 2 lög og þá kom hitt aftur.
En ég tók svo útivistarpakkann á þetta á fimmtudaginn eftir vinnu. Fór austur í golf og þegar ég kom heim skellti ég mér á línó. Það er eins gott ef að maður ætlar að vera að útivistast eitthvað að taka bara allan pakkann á þetta ;)
Læt þetta duga í bil, gædó er að fara að byrja.
Stúlkan sem ætlar að muna eftir að taka regnhlíf með sér í bæinn á næstu menningarnótt...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home