Hér bloggar Berglind of Wales

sunnudagur, ágúst 14, 2005

Helgin senn á enda er....

Tíminn flýgur, helgin búin og vinna á morgun. Ég hef reyndar náð að gera margt um helgina þannig að hún var frekar löng.

Á fimmtudaginn skellti ég mér í tívólíið með Hildi, Heiðu Björg og Vigni og það var fínt. Fór í eitt tæki og ég er greinilega orðin eitthvað gömul því að núna þoli ég bara engin tæki sem eru mikið að fara í hring. Mér varð hálf flökurt eftir þettta tæki.

Á föstudaginn fór ég svo að hjálpa Hildi P að flytja til Keflavíkur. Daginn eftir tók ég eftir því að ég er alveg komin úr æfingu. Ég var með strengi allsstaðar.

Á laugardaginn vaknaði ég svo snemma og skellti mér í golf upp í Sog og við tókum einn hring. Ég sver það ég er alltaf að skána í þessari íþrótt. Sem betur fer fórum við samt snemma í golf því að þegar við vorum að fara var fullt af fólki að fara í golf. Frekar fúlt (fyrir mig) ef það eru alltaf fleiri og fleiri fólk að fatta þennan ágæta golfvöll. Svo um kvöldið fór ég í bíó á myndina The Wedding Crashers og auðvitað tókst mér að henda poppi á gólfið en sem betur fer fór það bara á gólfið í þetta skiptið en ekki yfir eitthvað fólk ;) Spurning um að hætta að kaupa sér popp í bíó.

Svo í dag fór ég í þrítugs afmæli til hans Viðars frænda á Selfossi. Og vá hvað ég át yfir mig þar. Úfff, en það er bara þannig með mig, ef það eru góðar kökur á boðstólnum þá verð ég ekkert södd. Eða ég verð bara gráðug!!!!!

Jæja farin að horfa á imbann.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home