Hér bloggar Berglind of Wales

þriðjudagur, ágúst 09, 2005

Grænt þema!

Já það hefur nú lítið á mína daga drifið undanfarið. Gerði voða lítið um verslunarmannahelgina. Fór á föstudeginum að borða á VOX Restaurant og vá hvað það var sjúklega góður maturinn þar. Hildur systir og Hildur Ýr buðu mér með sér þar sem þær áttu gjafabréf þar og naut ég góðs af því :) Við pöntuðum okkur einhverja fimm rétti og auk þess fengum við alltaf smakk á milli rétta. Mér leið eins og algjörri prinsessu :) Við borðuðum ekkert smá mikið allavega miðað við það sem ég er vön að borða þegar ég fer og panta mér mat. En þetta tók líka sinn tíma og fínt að vera ekkert að flýta sér. Komum um átta og vorum að fara klukkan eitt.
Á laugardeginum fórum við svo í golf og svei mér þá ég var bara MIKLU betri núna en seinast. Kúlan fór alveg hátt í loftið en mér finnst alveg aukaatriði að hún fari í rétta átt, má alveg fara til hliðar. Vorum ekki lengi í golfi þar sem það var grenjandi rigning.

Hildur og Bryndís mættu að sjálfsögðu í grænu.
Svo var bara unnið í seinustu viku og á föstudaginn var svo vinnupartý og það var grænt þema. Partýið var heima að þessu sinni og mér fannst bara mjög fínt, frekar rólegt en auðvitað gaman. Svo fórum við á Óliver að dansa.

Annars er ekkert að frétta nema það að ég er að farast úr öfundsýki út í fjölskyldumeðlimi mína. Það eru allir að fara út eða að koma. Mamma, pabbi og Heiða Björg koma á morgun og eru þá búin að vera úti í 2 vikur, Hrund og Sigurveig eru úti núna og Hildur er að fara út á föstudaginn.
Því vil ég helst ekki að fólk sé að segja mér að það sé að fara til útlanda því að ég vorkenni sjálfri mér svo svakalega mikið á þessari stundu.

Hef þetta ekki lengra í bil.

Ein í sjálfsvorkun.

3 Comments:

At 10:08 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þú þarft ekkert að liggja í sjálfsvorkun, þú bara skellir þér til útlanda svo þú sért eins og hinir ekki flóknara en það !!!
Ekkert sem stoppar þig er það ?

 
At 12:05 e.h., Blogger Berglind said...

Jú það er allt sem stoppar mig. Hehe.

 
At 2:02 e.h., Blogger Berglind said...

Já þú verður bara að shoppa till you dropp í Boston ;)
En auðvitað er ég góð við hana Heiðu Björg, vorum einmitt í gær að horfa á Ellu af Frell í svona 10 skiptið. Og alltaf er hún jafn góð ;)

Skemmtu þér vel úti.

 

Skrifa ummæli

<< Home