Hér bloggar Berglind of Wales

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Myndarleg!!!!

Já núna ætla ég sko að reyna að verða myndarleg. Fór áðan eftir vinnu og keypti mér lopa. Jamm mín ætlar að reyna að prjóna lopapeysu. Veit að það eiga allir svona en mig langar svo í svoleiðis og ég á enga lopapeysu fyrir :) Er nú þegar búin að prjóna nokkra hringi og það hefur gengið áfallalaust fyrir sig ( eða það held ég að minnsta kosti ). Læt ykkur vita þegar ég er búin með hana, gæti verið eftir mánuð (mjög bjartsýn þar sem ég er ekki ennþá farin að gefast upp) og það gæti líka verið eftir eitt ár :) I will keep you post it ;)

Prjónakonan kveður að sinni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home