The O.C.
The O.C. byrjaði í gær og ég verð að viðurkenna það að núna þegar ég er að horfa á þáttinn þá sé ég svolítið eftir því að hafa horft á alla þættina í vor. Núna hefur maður ekkert til að hlakka til. Alla vega hvað varðar þá þætti :)
Svo gerðist ótrúlegur hlutur í gær. Ég mætti í ræktina eftir 3 mánaða frí. Og ég fór líka áðan. Núna er það bara harkan sex!!! En ég þarf kannski að fara að fjárfseta í nýjum skóm. Því að núna sit ég hérna með tærnar upp í loftið því að fæturnar á mér eru allar í blöðrum. Ekki gott :( Vonandi finn ég mér einhverja fallega skó í New York því að stefna er tekin þangað í Okótber :)
Verð að þjóta, grannar eru byrjaðir, má ekki missa af þeim :)
2 Comments:
Gott plan... vera með blöðrur á tánnum fram í október:)
Já er það ekki gott plan ;)
Nei ég fæ bara blöðrur alltaf fyrst þegar ég er byrja eftir langt frí. Það er líka svo erfitt að fara að losa sig við gömlu góðu handboltaskóna.
Skrifa ummæli
<< Home