Hér bloggar Berglind of Wales

mánudagur, febrúar 28, 2005

ÍR bikarmeistarar :)

Já loksins, loksins, loksins. Bikar í Breiðholtið. Fór á leikinn á laugardaginn og djöf... var þetta gaman. Er samt ekki viss um að þetta hefði verið svona gaman ef við hefðum ekki unnið en það tókst. Mjög skemmtilegur leikur og strákarnir stóðu sig mjög vel og auðvitað uppskáru eftir því. Til hamingju ÍR-ingar ;)

Um kvöldið fór ég í útskriftar veislu til hans Gunnars Geirs og eftir hana var farið niður í bæ. Fórum á Hressó og tók svo Hverfis við. Skemmti mér vel á báðum stöðum og má segja að það hafi verið lítið ættarmót á Hverfis.

Á sunnudaginn fór ég svo í afmæli til hans Benna en hann er að verða 3 ára á morgun.

Dagurinn í dag var svo seinasti frídagurinn minn áður en að alvara lífins byrjar.

föstudagur, febrúar 25, 2005

The Swan

Á maður eitthvað að tala um þessa þætti. Ég segi bara Dísús Bobby!!!! Jamm ég horfði á þátt númer 2 í gær og þetta er ekkert að skána en ég held samt að ég eigi alveg eftir að fylgjast með þessu, þetta er það fáranlegt. Já alltaf einhverjar 2 konur sem líta bara ekkert hræðilega út, það eina sem þær þyrftu að gera er að fara til sálfræðings og vinna á andlegu hliðinni. Því að ef maður á að vera svona hræðilega ljótur ef maður líkist þeim eitthvað út þá þyrftu bara flestir að fara í lítaaðgerð. Því að þessar konur hafa bara verið svona eðlilegar (ef það er hægt að hafa einhvern eðlilegan mælikvarða á fegurð) og ekkert út á þær að setja. Þetta er bara spurning fyrir þær að mála sig, greiða sér og fara einstaka sinnum í ræktina, þá væri þetta komið. Össssss.

Og ég Berglind Hermannsdóttir var bara að passa í allan gærdag. Systrum mínum til mikillar undrunar. Þeim finnst ég víst ekki hafa þetta móðureðli og pössunarpíueðli í mér. Ég skil bara ekkert í þeim. Já ég var fyrst að passa hana Heiður Björg og við fórum og tryggðum okkur miða á leikinn á laugardaginn, já hann er bara á morgun. Úff spennandi.
Svo kom hann Benedikt til mín og var hjá mér til 10. Já við horfðum alveg 2 sinnum á Nemó, mjög gaman og fórum út að labba.

Jæja ég ætla að fara að hafa mig til, er að fara í fyrsta atvinnuviðtalið mitt í dag :s

fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Harðsperrur!!


Mamma og pabbi
Posted by Hello

Mamma á afmæli í dag. Til hamingju með daginn mamma mín :) Hún er bara kornung konan bara um svona 26 ára. En ég ætla að prófa þetta að setja inn myndir af fólki, vinum og ættingjum, þegar þeir eiga afmæli, þ.e.a.s. ef ég á myndir af þeim og ef ég man eftir því :)

Ég fór í ræktina í gær og fór að lyfta eftir mjög svo langa pásu á þessu lyfteríi. Og ég er heppina að geta gengið því að mér er svo illt í líkamanum. Ekki gott. Samt gott að maður hefur þá greinilega tekið á.

Jæja ætla að fara að hafa mig til því að ég er að fara að borða með Berglindi Báru á Amerikan Style og svo er mín að fara að passa hann Benna vin minn.

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Endalaust þreytt!!

Já þegar maður er ekki að gera neitt allan daginn þá verður maður bara endalaust þreyttur. Ég get sofið allan daginn. Því er lítið sem ég geri þessa dagana en að sofa og glápa á imbann.

En á föstudaginn fór ég í afmæli til hennar Örnu Daggar í sumarbústaðinn sem þau eru að byggja, þar var fullt af fólki (mikið af fólki sem ég þekkti ekki) og svaka mikið fjör. En ég ákvað að gista ekki og fór því í bæinn um nóttina. Og Herdís ákvað að koma með mér.

Laugardagurinn var svo tekinn í leti en um kvöldið fór ég að djamma með henni Auði. Hittumst hjá Evu vinkonu hennar. Ég fór svo í fyrsta skiptið í singstar og verð ég að viðurkenna að maður verður að vera komin aðeins í glas til þess að vilja syngja. Ég komst sem sagt ekki það mikið í glas til þess að vilja syngja ein en þetta var mjög gaman. Fórum svo í bæinn á Hressó og vorum þar svolitla stund og ákváðum svo að kíkja á Prikið og eitt er víst að Prikið er sko ekki staður fyrir mig. Smá innilokunarfílingur. Össss. En reyndar var ég átvaglið orðin svo ógeðslega svöng að ég varð bara að fá mér pissu. Og ummmm það var mjög gott.

Sunnudagurinn var bara nokkuð góður, hékk og horfði á sjónvarpið allan daginn og fór svo í bíó um kvöldið á myndina Closer með Jude Law og Juliu Reoberts. Fín mynd en hún var mjög svo skrítin (spes). Enda er hún víst byggð á leikriti og er myndinn einhvern veginn sett þannig upp. En það voru bara allir í bíó. Ekkert skrítið reyndar þar sem það var furðulegt veður og er veðrið ennþá svoleiðis, jamm leiðindar þoka. Hvaðan kom hún eiginlega og ætlar hún ekkert að fara???

Nágrannar kalla, adios.

mánudagur, febrúar 14, 2005

ÍR í úrslit :)

Jamm helgin búin, tíminn flýgur gjörsamlega, það kemur mánudagur, svo þriðjudagur og svo allt í einu er bara kominn föstudagur. Ótrúlega fljótt að líða.
Áái ég horfði á Idolið á föstudaginn og guð hvað ég vorkenndi honum Helga, þetta var alveg hræðilegt hjá honum, greyið. Hann stóð sig samt alveg ágætlega í keppninni.

Skellti mér á leikinn ÍR-ÍBV og vá þetta var svakalegur leikur. Hef ekki orðið vitni að öðru eins. Roland Valur sparkar í boltann, slær svo til dómarans og hrækir svo í áttina til hans. Úff þetta var ótrúlegt og MJÖG svo óíþróttamannslegt. Ekki góð fyrirmynd. En já svo voru stuðningsmenn eyjamanna að mótmæla dómnum og gengu út en eftir að hafa hent spjöldum á gólfið og hent dóti inn á völlinn. Ekki mjög þroskað. Skil það reyndar vel að þeir gengu út til þess að mótmæla dómnum en þeir hefðu ekki átt að gera það því að það var eins og þeir væri að fara út til þess að styðja hann Roland í því að hafa sparkað/slegið til/og hrækt. Ekki gott mál. En úrslitin í leiknum voru okkur góð og liggur leiðin því í Höllina. Jeiiiiiii. Veit ekki alveg hvenær sá leikur verður en ég held að hann verður einhvern tímann í mars.

Eftir leikinn fór ég og fjölskyldan mín í matarboð til hennar Ingu. Umm þar var margt gott að borða. Eftir matarboðið fór ég svo með Hildi í afmæli til Guðbjargar og svo fórum við á Pravda. Jamm maður er alltaf að þroskast frá því að fara á Hverfis. Man ekki hvenær ég fór seinast þangað það er svo langt síðan ;)

En já Auður vinkona kom óvænt á klakann og er ég ekki sátt að hafa ekki hitt hana, en það er alltaf þannig að þegar maður loksins gerir eitthvað þá er eitthvað að gerast allsstaðar. Ég hitti þig bara þegar þú kemur í mars. Er það ekki????

fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Ekki sátt við Skjá 1

Jamm ég verð að segja það að ég er sko ekki sátt við Skjá einn. Þeir eru alltaf að auglýsa þætti og svo eru þeir ekkert sýndir í sjónvarpinu á þeim tíma/degi sem þeir eru auglýstir á!!!! Svo þetta með fótboltann, mér væri alveg slétt sama þó svo að þeir myndu þurfa að hætta að sýna eitthvað af honum út af enskunni. Ég væri eiginlega bara mjög glöð. Hafa bara fótboltann á Sýn.

En svo ætlaði ég að koma smá skilaboðu áleiðis:

Kæru félagar og vinir,

á laugardaginn klukkan 13.30 tökum við ÍR-ingar á móti ÍBV í undanúrslitum bikarkeppninnar í handbolta á heimavelli í Austurberginu. Eyjamenn eru þekkt stemmningslið og mæta með hálfa Heimaey á völlinn. Við ætlum ekki að láta þá slá vopnin úr höndunum á okkur og stela heimavellinum af okkur því við ÍR-ingar verðum að kalla alla út sem usla geta valdið og hvetja þá til að mæta.

Ég hvet ykkur eindregið til að mæta og jafnframt senda öllum ÍR-ingum, nær og fjær tölvupóst og hvetja þá til að láta sjá sig. Stemmningin verður svakaleg. Með frábærum stuðningi allra ÍR-inga munum við landa sigri í leiknum og fara í höllina í úrslitaleikinn.

Með ÍR-kveðju

ÁFRAM ÍR!!!!!

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Jóga

Ég skellti mér í jóga í fyrsta skiptið í gær í Betrunarhúsinu og ég var sko ekki að gera góða hluti. Mér leist ekkert á þetta til að byrja með, einhver voðaleg tækni við það að anda inn og anda út og sveifla höndunum upp og niður. Og líka það maður þarf að vera á tánum, jakk. En svo þegar líða fór á tímann fór þetta alveg að gera ágæta hluti. Fyrir utan það þegar við áttum að vera eitthvað tré. Það er að segja standa á öðrum fætinum og var með hinn eitthvað upp. Það tókst bara ekki hjá mér og fólk fór að hlægja. Kom sem sagt sterk inn. En það voru svakalega góðar magaæfingar og ég er alveg til í það að fara aftur.

Núna er verið að gera Heiðu Björgu svolítið öskudaglega og það var sko mikið mál að finna og semja við hana um það hvað hún eigi að vera. Hún er mjög hörð í samningarviðræðum, úff púff. Við vildum að hún yrði álfadrottning eða prinsessa, fundum bara eitthvað sem hún átti. En nei mín vildi vera einhver ofurhetjumús. Hvernig eru þær????? Hún vildi sko ekki vera máluð en þá fórum við að segja henni að það væru allir málaðir í dag, og mamma hennar var svo sniðug að segja að hún hafi séð einn krakka niðri í bæ og hann var allur málaður hvítur í framann og með blóð. Hitti í mark. Mín vildi sko vera svoleiðis. Einmitt 6 ára stelpa máluð öll í blóði í framan.
Svo náðum við að fá að mála hana sem álfadís, jamm passa sig að segja ekki álfadrottnig við hana. Ok en þá vildi hún ekki vera í flotta kjólnum sínum, nei þá varð hún að vera í pilsi takk fyrir. Eigum eftir að ræða það betur. Svo var það hárið, við vildum setja krullur, svona sæta slöngulokka, nei þá vildi hún vera með slétt hár. Ekki alveg sammála okkur núna. En okkur er að takast að tala hana til. Skil ekki hvaðan hún fær þessa þrjósku. Jú kannski frá henni mömmu sinni!!!!

Jæja ætlum kannski að kíkja með hana á skólaskemmtun í íþróttahúsinu í Seljaskóla, það er nú svolítið langt síðan að ég fór þangað.

mánudagur, febrúar 07, 2005

Helgin liðin

Jamm þessi helgi liðin og ný vika byrjuð. Gerði lítið um helgina, fór í bíó á föstudaginn á myndina Meet the fockers, þetta er bara mjög svo fyndin mynd. Og einn leikarinn í myndinni er mesta rassgat sem ég hef séð í langan tíma. Mæli með þessari mynd.

Annars var bara kíkt í Kringluna og hangið heima alla helgina, reyndar farið í ræktina og í ljós. Þarf einmitt að komast aftur í ræktarrútínuna mína. Ekki nógu gott hvað maður er orðinn latur.

En já um daginn fór ég á myndina The Aviator sem hann Dicaprio leikur í. Sú mynd er mjög góð, en samt frekar löng. En ég vissi ekki að hún myndi vera svona löng, hefði ég vitað það þá hefði mér kannski ekki fundist hún svona löng, meikar þetta ekki einhvern sens hjá mér :) En allavega þá held ég með þessari mynd á Óskarnum allavega á meðan ég er ekki búin að sjá einhverja aðra sem er tilnefnd.

En nágrannar kalla.....

föstudagur, febrúar 04, 2005

Framadagar

Skellti mér á framadaga áðan á Hótel Sögu. Kann greinilega ekki alveg nógu mikið á þetta, fannst þetta eitthvað svo asnalegt, það er nefninlega ekki alveg ég að fara bara upp að einhverju fólki og byrja að tala við það. Mér finndist að það hefði átt að vera þannig að ef ég færi upp að einhverjum bás þá ætti fólk þar að vera mjög áhugasamt að segja mér og fræða mig um fyrirtækið. En það var ekki svoleiðis.

Svo skellti ég mér á smáþjálfunarnámskeið/fyrirlestur hjá Magnúsi S....... og hann var að tala um Lazy town. Mjög skemmtilegur fyrirlestur. Sé sko ekki eftir því að hafa farið á hann. Mér finnst þetta allt svo rosalega áhugavert það sem þau eru að gera og hann Magnús náði að halda athyglinni hjá manni allan tímann. Þó svo að þetta var bara í einhverjar 70 mínútur þá er það samt mjög langt miðað við mig. En svo var einhver annars fyrirlestur sem var strax á eftir sem ég hefði verið til í að hlusta á en ég ákvað að láta mig bara hverfa. Hefði sennilega ekki haldið út í klukkutíma í viðbót.

Snjólaug var að setja inn myndir frá því úr veislunni minni og er hægt að skoða þær hér. Margar skemmtilegar.

Annars er lítið að gerast og ég veit ekkert hvað ég geri um helgina.

Góða helgi allir!

fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Já þegar maður byrjar getur maður ekki hætt!!!

YELLOW

You are very perceptive and smart. You are clear and to the point and have a great sense of humor. You are always learning and searching for understanding.

Find out your color at Quiz Me!


Sá þetta hjá henni Glóí og varð að athuga hvaða litur ég væri. Ég er sem sagt sami litur og Eygló. En hvaða litur ert þú???

miðvikudagur, febrúar 02, 2005

U2

Vertigo by U2
"The night is full of holesThose bullets rip the skyOf ink with goldThey twinkle as the boys play rock and roll"
In 2004 you partied so hard... you forgot how to count.

What 2004 Hit Song Are You?