Hér bloggar Berglind of Wales

föstudagur, febrúar 04, 2005

Framadagar

Skellti mér á framadaga áðan á Hótel Sögu. Kann greinilega ekki alveg nógu mikið á þetta, fannst þetta eitthvað svo asnalegt, það er nefninlega ekki alveg ég að fara bara upp að einhverju fólki og byrja að tala við það. Mér finndist að það hefði átt að vera þannig að ef ég færi upp að einhverjum bás þá ætti fólk þar að vera mjög áhugasamt að segja mér og fræða mig um fyrirtækið. En það var ekki svoleiðis.

Svo skellti ég mér á smáþjálfunarnámskeið/fyrirlestur hjá Magnúsi S....... og hann var að tala um Lazy town. Mjög skemmtilegur fyrirlestur. Sé sko ekki eftir því að hafa farið á hann. Mér finnst þetta allt svo rosalega áhugavert það sem þau eru að gera og hann Magnús náði að halda athyglinni hjá manni allan tímann. Þó svo að þetta var bara í einhverjar 70 mínútur þá er það samt mjög langt miðað við mig. En svo var einhver annars fyrirlestur sem var strax á eftir sem ég hefði verið til í að hlusta á en ég ákvað að láta mig bara hverfa. Hefði sennilega ekki haldið út í klukkutíma í viðbót.

Snjólaug var að setja inn myndir frá því úr veislunni minni og er hægt að skoða þær hér. Margar skemmtilegar.

Annars er lítið að gerast og ég veit ekkert hvað ég geri um helgina.

Góða helgi allir!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home