Helgin liðin
Jamm þessi helgi liðin og ný vika byrjuð. Gerði lítið um helgina, fór í bíó á föstudaginn á myndina Meet the fockers, þetta er bara mjög svo fyndin mynd. Og einn leikarinn í myndinni er mesta rassgat sem ég hef séð í langan tíma. Mæli með þessari mynd.
Annars var bara kíkt í Kringluna og hangið heima alla helgina, reyndar farið í ræktina og í ljós. Þarf einmitt að komast aftur í ræktarrútínuna mína. Ekki nógu gott hvað maður er orðinn latur.
En já um daginn fór ég á myndina The Aviator sem hann Dicaprio leikur í. Sú mynd er mjög góð, en samt frekar löng. En ég vissi ekki að hún myndi vera svona löng, hefði ég vitað það þá hefði mér kannski ekki fundist hún svona löng, meikar þetta ekki einhvern sens hjá mér :) En allavega þá held ég með þessari mynd á Óskarnum allavega á meðan ég er ekki búin að sjá einhverja aðra sem er tilnefnd.
En nágrannar kalla.....
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home