Jóga
Ég skellti mér í jóga í fyrsta skiptið í gær í Betrunarhúsinu og ég var sko ekki að gera góða hluti. Mér leist ekkert á þetta til að byrja með, einhver voðaleg tækni við það að anda inn og anda út og sveifla höndunum upp og niður. Og líka það maður þarf að vera á tánum, jakk. En svo þegar líða fór á tímann fór þetta alveg að gera ágæta hluti. Fyrir utan það þegar við áttum að vera eitthvað tré. Það er að segja standa á öðrum fætinum og var með hinn eitthvað upp. Það tókst bara ekki hjá mér og fólk fór að hlægja. Kom sem sagt sterk inn. En það voru svakalega góðar magaæfingar og ég er alveg til í það að fara aftur.
Núna er verið að gera Heiðu Björgu svolítið öskudaglega og það var sko mikið mál að finna og semja við hana um það hvað hún eigi að vera. Hún er mjög hörð í samningarviðræðum, úff púff. Við vildum að hún yrði álfadrottning eða prinsessa, fundum bara eitthvað sem hún átti. En nei mín vildi vera einhver ofurhetjumús. Hvernig eru þær????? Hún vildi sko ekki vera máluð en þá fórum við að segja henni að það væru allir málaðir í dag, og mamma hennar var svo sniðug að segja að hún hafi séð einn krakka niðri í bæ og hann var allur málaður hvítur í framann og með blóð. Hitti í mark. Mín vildi sko vera svoleiðis. Einmitt 6 ára stelpa máluð öll í blóði í framan.
Svo náðum við að fá að mála hana sem álfadís, jamm passa sig að segja ekki álfadrottnig við hana. Ok en þá vildi hún ekki vera í flotta kjólnum sínum, nei þá varð hún að vera í pilsi takk fyrir. Eigum eftir að ræða það betur. Svo var það hárið, við vildum setja krullur, svona sæta slöngulokka, nei þá vildi hún vera með slétt hár. Ekki alveg sammála okkur núna. En okkur er að takast að tala hana til. Skil ekki hvaðan hún fær þessa þrjósku. Jú kannski frá henni mömmu sinni!!!!
Jæja ætlum kannski að kíkja með hana á skólaskemmtun í íþróttahúsinu í Seljaskóla, það er nú svolítið langt síðan að ég fór þangað.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home