Hér bloggar Berglind of Wales

mánudagur, febrúar 14, 2005

ÍR í úrslit :)

Jamm helgin búin, tíminn flýgur gjörsamlega, það kemur mánudagur, svo þriðjudagur og svo allt í einu er bara kominn föstudagur. Ótrúlega fljótt að líða.
Áái ég horfði á Idolið á föstudaginn og guð hvað ég vorkenndi honum Helga, þetta var alveg hræðilegt hjá honum, greyið. Hann stóð sig samt alveg ágætlega í keppninni.

Skellti mér á leikinn ÍR-ÍBV og vá þetta var svakalegur leikur. Hef ekki orðið vitni að öðru eins. Roland Valur sparkar í boltann, slær svo til dómarans og hrækir svo í áttina til hans. Úff þetta var ótrúlegt og MJÖG svo óíþróttamannslegt. Ekki góð fyrirmynd. En já svo voru stuðningsmenn eyjamanna að mótmæla dómnum og gengu út en eftir að hafa hent spjöldum á gólfið og hent dóti inn á völlinn. Ekki mjög þroskað. Skil það reyndar vel að þeir gengu út til þess að mótmæla dómnum en þeir hefðu ekki átt að gera það því að það var eins og þeir væri að fara út til þess að styðja hann Roland í því að hafa sparkað/slegið til/og hrækt. Ekki gott mál. En úrslitin í leiknum voru okkur góð og liggur leiðin því í Höllina. Jeiiiiiii. Veit ekki alveg hvenær sá leikur verður en ég held að hann verður einhvern tímann í mars.

Eftir leikinn fór ég og fjölskyldan mín í matarboð til hennar Ingu. Umm þar var margt gott að borða. Eftir matarboðið fór ég svo með Hildi í afmæli til Guðbjargar og svo fórum við á Pravda. Jamm maður er alltaf að þroskast frá því að fara á Hverfis. Man ekki hvenær ég fór seinast þangað það er svo langt síðan ;)

En já Auður vinkona kom óvænt á klakann og er ég ekki sátt að hafa ekki hitt hana, en það er alltaf þannig að þegar maður loksins gerir eitthvað þá er eitthvað að gerast allsstaðar. Ég hitti þig bara þegar þú kemur í mars. Er það ekki????

4 Comments:

At 11:58 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ elskan, ég er enn á klakanum góða og verð hérna næstu 2 vikurnar... ;) en ég kem ekki í mars aftur. breytti miðanum mínum! Við verðum að plana e-h. koddu með hugmyndir! Auður M

 
At 12:33 e.h., Blogger Berglind said...

Ó hehehe, en frábært að heyra það. Var einmitt að velta því fyrir mér hvenær þú færir aftur út. En já við verðum endilega að gera eitthvað. Ég er nánast alltaf laus þar sem ég er ekki í vinnu. Við verðum í bandi.

 
At 10:25 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Á ekkert að fara að blogga?

 
At 11:30 f.h., Blogger Berglind said...

jújú, ég er alltaf á leiðinni.

 

Skrifa ummæli

<< Home