Hér bloggar Berglind of Wales

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Endalaust þreytt!!

Já þegar maður er ekki að gera neitt allan daginn þá verður maður bara endalaust þreyttur. Ég get sofið allan daginn. Því er lítið sem ég geri þessa dagana en að sofa og glápa á imbann.

En á föstudaginn fór ég í afmæli til hennar Örnu Daggar í sumarbústaðinn sem þau eru að byggja, þar var fullt af fólki (mikið af fólki sem ég þekkti ekki) og svaka mikið fjör. En ég ákvað að gista ekki og fór því í bæinn um nóttina. Og Herdís ákvað að koma með mér.

Laugardagurinn var svo tekinn í leti en um kvöldið fór ég að djamma með henni Auði. Hittumst hjá Evu vinkonu hennar. Ég fór svo í fyrsta skiptið í singstar og verð ég að viðurkenna að maður verður að vera komin aðeins í glas til þess að vilja syngja. Ég komst sem sagt ekki það mikið í glas til þess að vilja syngja ein en þetta var mjög gaman. Fórum svo í bæinn á Hressó og vorum þar svolitla stund og ákváðum svo að kíkja á Prikið og eitt er víst að Prikið er sko ekki staður fyrir mig. Smá innilokunarfílingur. Össss. En reyndar var ég átvaglið orðin svo ógeðslega svöng að ég varð bara að fá mér pissu. Og ummmm það var mjög gott.

Sunnudagurinn var bara nokkuð góður, hékk og horfði á sjónvarpið allan daginn og fór svo í bíó um kvöldið á myndina Closer með Jude Law og Juliu Reoberts. Fín mynd en hún var mjög svo skrítin (spes). Enda er hún víst byggð á leikriti og er myndinn einhvern veginn sett þannig upp. En það voru bara allir í bíó. Ekkert skrítið reyndar þar sem það var furðulegt veður og er veðrið ennþá svoleiðis, jamm leiðindar þoka. Hvaðan kom hún eiginlega og ætlar hún ekkert að fara???

Nágrannar kalla, adios.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home