Hér bloggar Berglind of Wales

mánudagur, júní 28, 2004

Gott veður í dag :) Fór á Fame á föstudaginn og þau ekki fall einkunn hjá mér eins og hjá einhverjum í mogganum. Mér fannst þetta alveg frábært hjá þeim. Jónsi söng rosalega vel og Sveppi var hel.... góður.

Svo var ég bara að vinna um helgina og gerði voða lítið annað. Nema svo fór ég í bíó í gær á myndina Sudenly 30 með þeim Hildi og Guðnýju. Fannst þetta frekar fyndin mynd.

Jæja það er spurning hvort að maður eigi að fara út í sólbað eða hanga aðeins lengur á msn!!!!!

föstudagur, júní 25, 2004

Ömurlegt veður í dag. Ég er ein í vinnunni með ótrúlega hægvirt net, ekki með msn og er rennandi blaut eftir að hafa verið að hengja út fána. Og ekki nóg með það þá töpuðu mínir menn í gær. Uss, uss!!!

En Deep Purple voru mjög góðir á miðvikudaginn, þrátt fyrir að þessir karlar voru frekar gamlir þá voru þeir algjörir töffarar. Ég, Hildur og Hrund drógum meðal-aldurinn aðeins niður, ( akkúrat öfugt við það þegar við héldum honum uppi á Sugababes ) en stemmningin á þessum tónleikum var mjög góð en það þurfa samt alltaf einhverjir að eyðileggja fyrir hinum. T.d. þurfti einn gaur sem stóð fyrir aftan mig endilega að klappa geðveikt hátt á meðan gítarleikarinn var spila voða flott lag og það var þvílík þögn í Höllinni. Svo fór hann að öskra með; Metalica, Metalica. Ekki alveg að skilja svona gaura. Pabbi fór að pæla hvort að gaurinn vissi ekki alveg örugglega að hann væri ekki á tónleikum með Metalica, mar veit bara aldrei!!!

En fyrir tónleikana þá var þessi þvílíka umferð og við vorum föst einhver staðar þar sem fólk hafði lagt á einhverjum fáranlegum stað, sem sagt bara á umferðargötunni. Og við sátum því föst í einhvern tíma og ég var alveg að fara að snappa á minni innilokunarkend, en þá færir pabbi bílinn aðeins og Hildur var alveg búin að fá nóg og fer út og fer að stjórna umferðinni og biður fólk um að bakka og svoleiðis. Þannig að þetta reddaðist allt á endanum.

En svo er ég að fara á Fame í kvöld, víííí. Sá það í Mogganum áðan að það þurfti að seinka eftir hlé partanum á sýningunni þar sem fólk fór ekki inn í salinn því að England - Portúgal leikurinn var svo spennandi. Ég verð ekki sátt í kvöld ef það verður seinkað minni sýningu út af fótbolta.

Svo mæli ég með því að þessir fótboltagaurar fari nú í klippingu. Þeir eru svo margir með alltof sítt hár. Sem mér finnst ekki fallegt. Það er spurning hvort að þeir fengju ekki bara hópafslátt ef þeir færu nokkrir saman, ef það er það að þeir tími ekki að fara sem er að stoppa þá!!!

En ég ætla að fara að lesa Bridget Jones. Er nebla búin með Dætur Kína :)

miðvikudagur, júní 23, 2004

Ég er alveg hinn týpíski Íslendingur, þegar það kemur sól þá fer ég í hlýrabol og ligg í sólinni þó að það sé kannsi ekkert alltof heitt og fæ mér eitt stykki kvef!!! Nei, nei það hlýtur að vera einhver önnur ástæða fyrir því að ég skuli vera komin með kvef.

En já ég er ekki búin að vera að skrifa mikið, en það er bara búið að vera óvenju mikið að gera hjá mér.

Á miðvikudaginn fór ég í veislu til hennar Helgu á Grundó og skemmti mér bara fanta vel. Fór á einn stað sem heitir Kaffi 59 (eða 57) og þar var hjómsveitin Felix að spila. Svo fékk fólkið í salnum að syngja Nínu og það gjörsamlega barðist um hljóðnemann. Svo upp úr hádegi 17. júní var lagt af stað í bæinn og farið niður í bæ.

Á föstudaginn var svo hin árlega The útileiga sem Una og Áslaug standa fyrir. Og þrátt fyrir rigningu þá skellti ég mér á staðinn. Stuttu eftir að ég mætti var ákveðið að halda í bæinn vegna veðurs. Færðist því útileigan inn ( mér til mikillar ánægju) en skilyrði voru að enginn mátti fara heim að skipta um föt. Mér leist bara vel á þessa inni útileigu. Mæli með þeim.

Á laugardaginn var farið í skírnarveislu hjá henni litlu frænku sem fékk nafnið Karen Björg. Til lukku með nafnið frænka. Svo um kvöldið var farið í útskriftarveislu til hans Atla þar sem hann var að útskrifast úr Sálarfræði. Til hamingju með þann áfanga Atli!!!

Svo þessa seinustu daga er ég bara búin að hanga úti á svölum í vinnunni og er að reyna að fá mér smá brúnku og það hefur bara gengið nokkuð vel.

Svo er það bara tónleikar með Pabba, Hildi og Hrund í kvöld, Deep purple ( kann ekki að skrifa þetta ). Sjáum bara til hvernig ég fíla þá.

Já svo er tölvan í vinnunni eitthvað biluð og við komumst ekki á msn, mjög fúlt þar sem ég var svo ánægð að vera komin með það.

þriðjudagur, júní 15, 2004

Ég hefði ekki átt að vera að monta mig á sólinni, því að það var líka þessi þvílíka rigning á laugardaginn. Ég var ekkert alltof bjartsýn að deginum til það sem ég og Hildur systir ætluðum að halda grillpartý um kvöldið. Og hvað er gaman við það að grilla í grenjandi rigningu. En sem betur fer rættist úr því.

Já ég ætla að byrja á því að óska Helgu og Svövu vinkonum til hamingju með áfangann. Þær eru orðnar Viðskiptafræðingar. Helga útskrifaðist úr HR á laug. og Svava úr HA. Til hamingju stelpur!!!

Já grillpartýið var bara hið fínasta en fólk var eitthvað voðalega rólegt og endaði með því að við fórum bara 3 niður í bæ. Fórum við á Hverfis og hittum þar einhverja Svía, sænskan skiptinema og bróðir hans. Ég verð bara að segja að ég hef aldrei séð neinn dansa svona eins og þennan svía. Ó mæ god það var geðveikt og frekar fyndið.

En ég var ekki sú allra hressasta samt í bænum, þegar maður er að fara að vinna daginn eftir þá er maður alltaf að hugsa um það. Allavega ég :o) Og sem betur fer var ég ekkert þunn daginn eftir því það endaði þannig að ég þurfti að vinna ein. Frábært, ég drullu þreytt ein upp í Sogi í einhverja 5 tíma og við ekki búnar að fá tölvu.

Já og loksins get ég farið á msn í vinnunni, við fengum tölvu í dag, víííí. En hún komst í lag svo seint að við gátum ekki gert neitt í henni í dag.

Svo er ferðinni heitið á Grundó á morgun. Er að fara í veislu til hennar Helgu á morgun. Það verður vonandi rosalega gaman. Það er alltaf gaman á grundó!!!!

En jæja þarf víst að taka út úr þvottavélinni.

föstudagur, júní 11, 2004

Sól, sól skín á mig :o)

Það er alveg búið að vera frábært veður í dag og í gær. Á fimmtudaginn var svo gott veður að ég ákvað að fara í pilsi í vinnuna, já pilsi. En svo var ég mætt upp í Sogsstöðvar þá var bara skýað og ég í pilsi :o( en það var svo sem alveg sól bara svolítið rokrassgat. Svo í morgun fór ég bara í mínum gallabuxum og bol en nei þá var þetta geðveika veður í vinnunni sem betur fer var ég í hlýrabol innanundir, fjúkket.

En það eru nú ekki margir búnir að heimsækja mig í vinnuna og ég hef því þurft að hanga ein uppfrá því að hún Svava er í fríi. En svo í dag komu loksins gestir, en típíst þeir komu rétt fyrir fimm og ég loka klukkan fimm. Þeir voru þarna til að verða korter yfir. Gat ekki verið pirruð því að þau voru svo góð :o)

En þarf að fara að þrífa, púffff.

miðvikudagur, júní 09, 2004

Ég hef komist að því að það er ekki eins mikil aðsókn í sýninguna eins og ég átti vona á. En það hlýtur að fara að breytast þegar það kemur skilti upp á veg, vonum það allavega. En ég fór á námskeið í dag; hvernig á að taka á móti ferðamönnum. Hef farið á það einu sinni áður og þá þurfti ég að standa upp fyrir framan alla sem voru á námskeiðinu og segja eitthvað æðislegt um sjálfa mig, frábært!!!! Svo var eitthvað meira sem ég þurft að segja. Þannig að ég var búin að undirbúa mig fyrir eitthvað helvíti í dag en svo var þetta bara ekkert eins slæmt og seinast. Fínt námskeið.

Það var ein stelpa á námskeiðinu sem er að vinna við það að fara með ferðamenn uppá Kárahnjúka eða fræða þá um Kárahnjúka og hún sagði að hún ætti aðdáendur, einhverjir 3 tóbaks-karlar úr sveitinni sem kæmu einu sinni í viku. Við þurfum að eignast einhverja svoleiðis :o)

sunnudagur, júní 06, 2004

Jæja maður er ekki búin að vera duglegur að skrifa hérna undanfarið. Það er bara búið að vera frekar mikið að gera í vinnunni. Setja sýninguna upp og svoleiðis en hún opnaði svo í gær.

En á föstudaginn fór ég í afmæli til hennar Unu sem varð 23 ára, mjög gaman, alltaf gaman að hitta stelpurnar þar sem ég hitti þær nú örsjaldan.

Á laugardaginn var svo opnað sýninguna og gekk það bara ágætlega. Fór svo í afmæli til hennar Ragnheiðar Rósu sem er 25 ára í dag. ( Til hamingju með daginn :) ) Það var mjög fínt, ætlaði að djamma en var bara voðalega róleg því að ég var alltaf með tilhugsunina í hausnum á mér að ég væri að fara að vinna á morgun og nennti ómögulega að fara þunn í vinnuna. En ég skemmti mér samt alveg mjög vel þrátt fyrir það. Það er eitt svo svakalega fyndið þegar maður fer á Hverfisbarinn þá er einn dyravörður þar alveg að meika það og allar stelpurnar í honum til þess að komast inn. Frekar fyndið að fylgjast með þessu. Og eftir kvöldið þá var maður með eitt á heilanum og það var: krúsí, krúsí, krúsí, krúsí krullur. Eitthvað sem ein stelpa sagði við einn dyravörðinn til þess að heilla hann. Það var mjög fyndið en kannski bara ef maður sá það :o)

Svo var það bara vinna í dag og næstu vikur.