Hér bloggar Berglind of Wales

sunnudagur, júní 06, 2004

Jæja maður er ekki búin að vera duglegur að skrifa hérna undanfarið. Það er bara búið að vera frekar mikið að gera í vinnunni. Setja sýninguna upp og svoleiðis en hún opnaði svo í gær.

En á föstudaginn fór ég í afmæli til hennar Unu sem varð 23 ára, mjög gaman, alltaf gaman að hitta stelpurnar þar sem ég hitti þær nú örsjaldan.

Á laugardaginn var svo opnað sýninguna og gekk það bara ágætlega. Fór svo í afmæli til hennar Ragnheiðar Rósu sem er 25 ára í dag. ( Til hamingju með daginn :) ) Það var mjög fínt, ætlaði að djamma en var bara voðalega róleg því að ég var alltaf með tilhugsunina í hausnum á mér að ég væri að fara að vinna á morgun og nennti ómögulega að fara þunn í vinnuna. En ég skemmti mér samt alveg mjög vel þrátt fyrir það. Það er eitt svo svakalega fyndið þegar maður fer á Hverfisbarinn þá er einn dyravörður þar alveg að meika það og allar stelpurnar í honum til þess að komast inn. Frekar fyndið að fylgjast með þessu. Og eftir kvöldið þá var maður með eitt á heilanum og það var: krúsí, krúsí, krúsí, krúsí krullur. Eitthvað sem ein stelpa sagði við einn dyravörðinn til þess að heilla hann. Það var mjög fyndið en kannski bara ef maður sá það :o)

Svo var það bara vinna í dag og næstu vikur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home