Ömurlegt veður í dag. Ég er ein í vinnunni með ótrúlega hægvirt net, ekki með msn og er rennandi blaut eftir að hafa verið að hengja út fána. Og ekki nóg með það þá töpuðu mínir menn í gær. Uss, uss!!!
En Deep Purple voru mjög góðir á miðvikudaginn, þrátt fyrir að þessir karlar voru frekar gamlir þá voru þeir algjörir töffarar. Ég, Hildur og Hrund drógum meðal-aldurinn aðeins niður, ( akkúrat öfugt við það þegar við héldum honum uppi á Sugababes ) en stemmningin á þessum tónleikum var mjög góð en það þurfa samt alltaf einhverjir að eyðileggja fyrir hinum. T.d. þurfti einn gaur sem stóð fyrir aftan mig endilega að klappa geðveikt hátt á meðan gítarleikarinn var spila voða flott lag og það var þvílík þögn í Höllinni. Svo fór hann að öskra með; Metalica, Metalica. Ekki alveg að skilja svona gaura. Pabbi fór að pæla hvort að gaurinn vissi ekki alveg örugglega að hann væri ekki á tónleikum með Metalica, mar veit bara aldrei!!!
En fyrir tónleikana þá var þessi þvílíka umferð og við vorum föst einhver staðar þar sem fólk hafði lagt á einhverjum fáranlegum stað, sem sagt bara á umferðargötunni. Og við sátum því föst í einhvern tíma og ég var alveg að fara að snappa á minni innilokunarkend, en þá færir pabbi bílinn aðeins og Hildur var alveg búin að fá nóg og fer út og fer að stjórna umferðinni og biður fólk um að bakka og svoleiðis. Þannig að þetta reddaðist allt á endanum.
En svo er ég að fara á Fame í kvöld, víííí. Sá það í Mogganum áðan að það þurfti að seinka eftir hlé partanum á sýningunni þar sem fólk fór ekki inn í salinn því að England - Portúgal leikurinn var svo spennandi. Ég verð ekki sátt í kvöld ef það verður seinkað minni sýningu út af fótbolta.
Svo mæli ég með því að þessir fótboltagaurar fari nú í klippingu. Þeir eru svo margir með alltof sítt hár. Sem mér finnst ekki fallegt. Það er spurning hvort að þeir fengju ekki bara hópafslátt ef þeir færu nokkrir saman, ef það er það að þeir tími ekki að fara sem er að stoppa þá!!!
En ég ætla að fara að lesa Bridget Jones. Er nebla búin með Dætur Kína :)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home