Hér bloggar Berglind of Wales

miðvikudagur, júní 23, 2004

Ég er alveg hinn týpíski Íslendingur, þegar það kemur sól þá fer ég í hlýrabol og ligg í sólinni þó að það sé kannsi ekkert alltof heitt og fæ mér eitt stykki kvef!!! Nei, nei það hlýtur að vera einhver önnur ástæða fyrir því að ég skuli vera komin með kvef.

En já ég er ekki búin að vera að skrifa mikið, en það er bara búið að vera óvenju mikið að gera hjá mér.

Á miðvikudaginn fór ég í veislu til hennar Helgu á Grundó og skemmti mér bara fanta vel. Fór á einn stað sem heitir Kaffi 59 (eða 57) og þar var hjómsveitin Felix að spila. Svo fékk fólkið í salnum að syngja Nínu og það gjörsamlega barðist um hljóðnemann. Svo upp úr hádegi 17. júní var lagt af stað í bæinn og farið niður í bæ.

Á föstudaginn var svo hin árlega The útileiga sem Una og Áslaug standa fyrir. Og þrátt fyrir rigningu þá skellti ég mér á staðinn. Stuttu eftir að ég mætti var ákveðið að halda í bæinn vegna veðurs. Færðist því útileigan inn ( mér til mikillar ánægju) en skilyrði voru að enginn mátti fara heim að skipta um föt. Mér leist bara vel á þessa inni útileigu. Mæli með þeim.

Á laugardaginn var farið í skírnarveislu hjá henni litlu frænku sem fékk nafnið Karen Björg. Til lukku með nafnið frænka. Svo um kvöldið var farið í útskriftarveislu til hans Atla þar sem hann var að útskrifast úr Sálarfræði. Til hamingju með þann áfanga Atli!!!

Svo þessa seinustu daga er ég bara búin að hanga úti á svölum í vinnunni og er að reyna að fá mér smá brúnku og það hefur bara gengið nokkuð vel.

Svo er það bara tónleikar með Pabba, Hildi og Hrund í kvöld, Deep purple ( kann ekki að skrifa þetta ). Sjáum bara til hvernig ég fíla þá.

Já svo er tölvan í vinnunni eitthvað biluð og við komumst ekki á msn, mjög fúlt þar sem ég var svo ánægð að vera komin með það.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home