Hér bloggar Berglind of Wales

föstudagur, júní 11, 2004

Sól, sól skín á mig :o)

Það er alveg búið að vera frábært veður í dag og í gær. Á fimmtudaginn var svo gott veður að ég ákvað að fara í pilsi í vinnuna, já pilsi. En svo var ég mætt upp í Sogsstöðvar þá var bara skýað og ég í pilsi :o( en það var svo sem alveg sól bara svolítið rokrassgat. Svo í morgun fór ég bara í mínum gallabuxum og bol en nei þá var þetta geðveika veður í vinnunni sem betur fer var ég í hlýrabol innanundir, fjúkket.

En það eru nú ekki margir búnir að heimsækja mig í vinnuna og ég hef því þurft að hanga ein uppfrá því að hún Svava er í fríi. En svo í dag komu loksins gestir, en típíst þeir komu rétt fyrir fimm og ég loka klukkan fimm. Þeir voru þarna til að verða korter yfir. Gat ekki verið pirruð því að þau voru svo góð :o)

En þarf að fara að þrífa, púffff.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home