Ég hefði ekki átt að vera að monta mig á sólinni, því að það var líka þessi þvílíka rigning á laugardaginn. Ég var ekkert alltof bjartsýn að deginum til það sem ég og Hildur systir ætluðum að halda grillpartý um kvöldið. Og hvað er gaman við það að grilla í grenjandi rigningu. En sem betur fer rættist úr því.
Já ég ætla að byrja á því að óska Helgu og Svövu vinkonum til hamingju með áfangann. Þær eru orðnar Viðskiptafræðingar. Helga útskrifaðist úr HR á laug. og Svava úr HA. Til hamingju stelpur!!!
Já grillpartýið var bara hið fínasta en fólk var eitthvað voðalega rólegt og endaði með því að við fórum bara 3 niður í bæ. Fórum við á Hverfis og hittum þar einhverja Svía, sænskan skiptinema og bróðir hans. Ég verð bara að segja að ég hef aldrei séð neinn dansa svona eins og þennan svía. Ó mæ god það var geðveikt og frekar fyndið.
En ég var ekki sú allra hressasta samt í bænum, þegar maður er að fara að vinna daginn eftir þá er maður alltaf að hugsa um það. Allavega ég :o) Og sem betur fer var ég ekkert þunn daginn eftir því það endaði þannig að ég þurfti að vinna ein. Frábært, ég drullu þreytt ein upp í Sogi í einhverja 5 tíma og við ekki búnar að fá tölvu.
Já og loksins get ég farið á msn í vinnunni, við fengum tölvu í dag, víííí. En hún komst í lag svo seint að við gátum ekki gert neitt í henni í dag.
Svo er ferðinni heitið á Grundó á morgun. Er að fara í veislu til hennar Helgu á morgun. Það verður vonandi rosalega gaman. Það er alltaf gaman á grundó!!!!
En jæja þarf víst að taka út úr þvottavélinni.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home