Hér bloggar Berglind of Wales

miðvikudagur, júní 09, 2004

Ég hef komist að því að það er ekki eins mikil aðsókn í sýninguna eins og ég átti vona á. En það hlýtur að fara að breytast þegar það kemur skilti upp á veg, vonum það allavega. En ég fór á námskeið í dag; hvernig á að taka á móti ferðamönnum. Hef farið á það einu sinni áður og þá þurfti ég að standa upp fyrir framan alla sem voru á námskeiðinu og segja eitthvað æðislegt um sjálfa mig, frábært!!!! Svo var eitthvað meira sem ég þurft að segja. Þannig að ég var búin að undirbúa mig fyrir eitthvað helvíti í dag en svo var þetta bara ekkert eins slæmt og seinast. Fínt námskeið.

Það var ein stelpa á námskeiðinu sem er að vinna við það að fara með ferðamenn uppá Kárahnjúka eða fræða þá um Kárahnjúka og hún sagði að hún ætti aðdáendur, einhverjir 3 tóbaks-karlar úr sveitinni sem kæmu einu sinni í viku. Við þurfum að eignast einhverja svoleiðis :o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home