Hér bloggar Berglind of Wales

mánudagur, janúar 30, 2006

Alveg í letinni

Já þessi helgi leið hjá frekar fljótt, og svo þegar maður gerir ekkert um helgina, fer varla út úr húsi þá finnst manni að maður hefur ekki afrekað neitt um helgina, sem er svo sem alveg rétt ennn.......

En á morgun er ég að fara á sjálfsvarnarnámskeið í vinnunni. Hlakka nú svolítið til, er samt hrædd um að vera kíld niður eða eitthvað. En sem sagt eftir morgun daginn þá ættuð þið að vonast til þess að EF sko bara EF þið lendið í einhverju óhappi þá ættuð þið að vona að þið verðið með mér. Ég er sko búin að fara á að ég held 8 skyndihjálpanámskeið, svo er ég nýbúin að fara á slökkviliðsnámskeið, þar sem ég læri að slökkva eld með slökkvitæki ;) og svo á morgun er ég að fara í sjálfsvarnarnámskeið. Tja þannig að ef eitthvað óhapp kemur upp, hvort sem þið skerið ykkur, það kveiknar í hjá ykkur eða þá að einhver ætlar að ráðast á ykkur þá ætti ég að geta reddað ykkur ;)
Samt svo týpískt að ef maður myndi nú lenda í einhverju svakalegu þá myndi ég örugglega bara frjósa og segja ekki orð!!!!

En já best að fara undirbúa sig fyrir slagsmálin ;)

miðvikudagur, janúar 25, 2006

Róleg sumarbústaðarferð

Já þessi sumarbústaðarferð var frekar í rólegri kantinum, og það var bara mjög fínt. Ferðin einkenndist aðalega af áti (þó í hollari mæli núna miðað við seinustu ár) og fallegum söngi í singstar.

Helga að smakka á takkóinu góða
Þetta var líka fyrsta ferðin mín sem ég er alla helgina en vanalega hef ég verið eitthvað upptekin, á æfingu eða eitthvað svoleiðis.
Fórum eiginlega ekkert út nema einu sinni en sú ferð endaði fljótt þar sem við fórum næstum út af veginum og ákváðum við þá helmingurinn af hópnum að skilja bara bílinn eftir og labba til baka ( sem betur fer vorum við bara rétt farin af stað) en hinir fóru í bíltúr. Við sem fórum til baka fórum bara til þess að geta æft okkur í singstar ;) Þetta kom hálkunni ekkert við ;)

Gunnar H. og Berglind Bára, örugglega að keppast um það hvor syngi nú betur UpTown girl

En undur og stórmerki gerast enn, jamm ég fór í heitapottinn. Slíkt hefur bara ekki gerst síðan ég var svo ung að ég hafði ekki vit á öðru. Hef sem sagt ekki gaman af því að strypplast um á sundbolnum fyrir framan fullt af fólki. Sumir segja þetta spéhræðslu og ég er, ja, stundum sammála.

Annars er ekkert í fréttum frekar en fyrri daginn þannig að ég læt þetta bara gott heita í dag.

föstudagur, janúar 20, 2006

Sumó

Er á leiðinni í sumarbústað í kvöld með vinahópnum úr MS, bústaðurinn að þessu sinni er víst í Vaðnesi sem er í Grímsnesi. Ætla að taka singstar með og það verður eflaust fjör. Spurning hvort að maður taki lagið!! En svo ætla ég að reyna að redda Buzz. Hann er alveg ágætlega skemmtilegur leikur.

Þannig að það er fín kósí helgi framunda.

Annars átti ég alltaf eftir að óska Helenu og Rössu til hamingju með útskriftina úr Tækniháskólanum (HR) seinustu helgi. Til hamingju stelpur!!!

Jæja ég segi bara; góða helgi!!!

miðvikudagur, janúar 11, 2006

Skemmtó!

Já ég verð líka að taka þátt í þessu sem er að ganga á bloggsíðum landsins. Og mér þætti gaman ef ÞÚ myndir taka þátt :) Þetta eru náttúrulega frekar fyndnar spurningar en það gera þá svörin kannski bara ennþá fyndnari :)
Og eins og Auður frænka benti fólk á að gera er að copya textann og setja hann inná comment-kerfið og svara spurningunum þannig :)

1. Hver ert þú?
2. Erum við vinir?
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig
4. Ertu hrifinn af mér?
5. Langar þig að kyssa mig?
6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það.
7. Lýstu mér í einu orði.
8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
9. Lýst þér ennþá þannig á mig?
10. Hvað minnir þig á mig?
11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?
12. Hversu vel þekkirðu mig?
13. Hvenær sástu mig síðast?
14. Hefur þig einhvern tíman langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?
15. Ætlaru að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?

mánudagur, janúar 09, 2006

Góð helgi að baki

Já eins og ég sagði seinast þá var mikið um að vera seinustu helgi. Ég byrjaði á því að fara til hennar Ásu í afmæli þar sem þemað var Silvía Nótt og var ég sem sagt allt kvöldið í kringum svona c.a. 20 Silvíu Nætur. Ég ákvað að mæta bara sem ég en þó smá ýktari þar sem það var stór dagur framundan. En mér fannst öllum takast vel til með það vera Silvía Nótt. En fannst mér þó Snjólaug slá öllum út. Það tóku sko margir feil á henni niðrí bæ um nóttina.

Svo á laugardaginn þá fór ég í skírn uppá Úlfljóstvatni. Skírnin var í Úlfljótskirkju. Litla prinsessan fékk það fallega nafn Klara Rut. Svo var haldin veisla í Steingrímsstöð.

Klara Rut

Eftir stopp í veislunni var haldið í bæinn. Þar var maður greiddur og málaður. Takk Sigurveig og Íris fyrir hjálpina. En þar sem við vorum nú frekar seinar þá misstum við af for-fordrykknum og komum seint í fordrykkinn. En annars alveg á góðum tíma :) Svo beið okkar maturinn og skemmtiatriði sem nokkur af hótelunum voru búin að gera. Svo var D.J. sem spilaði fyrir dansi og var feiki mikið stuð fram eftir. Ég fór ekki heim fyrr en hálf 5 en þá var stuðið víst ekki alveg búið því að partýin færðust þá bara upp á herbergi.

Á sunudaginn fór ég svo í brunch á VOX og svo í bíó um kvöldið á myndina Rumor has it. Voðalega sæt mynd. Mæli sko með henni.

En sem sagt góð og viðburðarrík helgi að baki.

P.s. Er að vinna í því að setja inn myndir af helginni.

föstudagur, janúar 06, 2006

Allt að gerast...

Já það er mikið um að vera þessa helgi. Er að fara í afmæli til hennar Ásu í kvöld, en hún er að verða 25 ára á morgun. Og það er þema í afmælinu hennar og að þessu sinni er það Silvía nótt. Sjáum nú bara til hvernig það fer með það.

Svo á morgun er ég að fara í skírn hjá litlunni þeirra Kollu og Bjarka en skírnin verður á Úlffljótsvatni (Úlfljótsvatni). Svo brunar maður bara í bæinn og á árshátíð hjá vinnunni.

Sem sagt allt að gerast þessa helgi....

mánudagur, janúar 02, 2006

Gleðilegt nýtt ár!!

Gleðilegt nýtt ár allir saman og takk fyrir það gamla.

Núna fara dagarnir að hafa sinn vanagang. Maður borðar ekki eins mikið og maður hefur gert seinustu vikur.

Sem sagt jólin í ár einkenndust af því að ég át og át og át, það er svo sem ekkert frábrugðið jólum undanfarinna ára.
Jólin hjá mér byrjuðu eiginlega með litlu jólunum sem við vinahópurinn vorum með, var samt eiginlega svona matarboð 21. des.
Svo rann aðfangadagur upp og þá hófst átið að alvöru, á jóladag var svo hangikjötsveisla heima hjá mér og mætti Nína og hennar fjölskylda til okkar. Á annan í jólum fór ég svo í leiðangur alla leið í Borganes og heimsóttum við systkini mömmu. Tók mér svo frí í vinnunni 27 bara svona til þess að lengja fríið aðeins :)
Á föstudaginn var svo jólaboð í ættinni hans pabba og fórum við öll til Ingunnar frænku. Seinna um kvöldið skellti ég mér svo á djammið, rosa stuð.
Og svo var bara kvatt gamla árið og fagnað því nýja eins og vanalega. Var heima með fjölskyldunni og hafði það rosalega kósí. Fórum í Buzz, Singstar og einhvern leiri pictionary. Fórum svo að vana rétt eftir 12 uppá Vatnsenda til að horfa á allar sprengjurnar. En það sást nú ekki mikið því að það var eiginlega komin svo mikil mengun eftir alla flugeldana. Sem sagt jólin voru mjög fín þrátt fyrir lítið frí.

Svo er árshátíðin næsta laugardag og ég er ekki búin að finna mér kjól til þess að fara í!!!! Það boðar sko ekki gott. En við í vinnunni erum að velta því fyrir okkur hvort að það sé ekki byrjuð útsala í Stórum stelpum!!!