Hér bloggar Berglind of Wales

mánudagur, janúar 02, 2006

Gleðilegt nýtt ár!!

Gleðilegt nýtt ár allir saman og takk fyrir það gamla.

Núna fara dagarnir að hafa sinn vanagang. Maður borðar ekki eins mikið og maður hefur gert seinustu vikur.

Sem sagt jólin í ár einkenndust af því að ég át og át og át, það er svo sem ekkert frábrugðið jólum undanfarinna ára.
Jólin hjá mér byrjuðu eiginlega með litlu jólunum sem við vinahópurinn vorum með, var samt eiginlega svona matarboð 21. des.
Svo rann aðfangadagur upp og þá hófst átið að alvöru, á jóladag var svo hangikjötsveisla heima hjá mér og mætti Nína og hennar fjölskylda til okkar. Á annan í jólum fór ég svo í leiðangur alla leið í Borganes og heimsóttum við systkini mömmu. Tók mér svo frí í vinnunni 27 bara svona til þess að lengja fríið aðeins :)
Á föstudaginn var svo jólaboð í ættinni hans pabba og fórum við öll til Ingunnar frænku. Seinna um kvöldið skellti ég mér svo á djammið, rosa stuð.
Og svo var bara kvatt gamla árið og fagnað því nýja eins og vanalega. Var heima með fjölskyldunni og hafði það rosalega kósí. Fórum í Buzz, Singstar og einhvern leiri pictionary. Fórum svo að vana rétt eftir 12 uppá Vatnsenda til að horfa á allar sprengjurnar. En það sást nú ekki mikið því að það var eiginlega komin svo mikil mengun eftir alla flugeldana. Sem sagt jólin voru mjög fín þrátt fyrir lítið frí.

Svo er árshátíðin næsta laugardag og ég er ekki búin að finna mér kjól til þess að fara í!!!! Það boðar sko ekki gott. En við í vinnunni erum að velta því fyrir okkur hvort að það sé ekki byrjuð útsala í Stórum stelpum!!!

4 Comments:

At 8:23 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilegt ár :) og takk fyrir þau gömlu!! kv. Herdís

 
At 9:52 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilegt ár :)

 
At 11:21 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Berglind ég held að það sé byrjuð útsala í stórum stelpum á ekki að drífa sig??

 
At 4:42 e.h., Blogger Berglind said...

Jú ég er að spá í að kíkja bara í hádeginu á morgun.

 

Skrifa ummæli

<< Home