Góð helgi að baki
Svo á laugardaginn þá fór ég í skírn uppá Úlfljóstvatni. Skírnin var í Úlfljótskirkju. Litla prinsessan fékk það fallega nafn Klara Rut. Svo var haldin veisla í Steingrímsstöð.
Klara Rut
Eftir stopp í veislunni var haldið í bæinn. Þar var maður greiddur og málaður. Takk Sigurveig og Íris fyrir hjálpina. En þar sem við vorum nú frekar seinar þá misstum við af for-fordrykknum og komum seint í fordrykkinn. En annars alveg á góðum tíma :) Svo beið okkar maturinn og skemmtiatriði sem nokkur af hótelunum voru búin að gera. Svo var D.J. sem spilaði fyrir dansi og var feiki mikið stuð fram eftir. Ég fór ekki heim fyrr en hálf 5 en þá var stuðið víst ekki alveg búið því að partýin færðust þá bara upp á herbergi.
Á sunudaginn fór ég svo í brunch á VOX og svo í bíó um kvöldið á myndina Rumor has it. Voðalega sæt mynd. Mæli sko með henni.
En sem sagt góð og viðburðarrík helgi að baki.
P.s. Er að vinna í því að setja inn myndir af helginni.
2 Comments:
Takk fyrir frábært djamm á árshátíðinni og geggjaðar myndir. Bíð enn eftir svari frá Buckingham palace :)
Jebb þau hafa greinilega ekki svona 24 tíma reglu ;)
Skrifa ummæli
<< Home